is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10472

Titill: 
  • Að eiga samtal við barn þegar foreldri greinist með krabbamein
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnis, sem er þróunarverkefni meðal annars byggt á heimildaöflun, er að kanna þörfina á mikilvægi þess að ræða við börn þegar foreldrar greinast með krabbamein og þróa leiðir til að koma til móts við þá þörf. Markmið verkefnis eru: Að auðvelda foreldrum sem greinast með krabbamein að eiga samtal við börn sín um sjúkdóm, læknismeðferð og svara spurningum þeirra. Að auka skilning foreldra á líðan barna þeirra þegar foreldrar greinast með krabbamein og styrkja þá í að takast á við foreldrahlutverkið við breyttar aðstæður. Að stuðla að bættri líðan barna, unglinga og foreldra við erfiðar aðstæður. Að fyrirbyggja geðraskanir barna og unglinga vegna langvarandi veikinda foreldris.
    Heimildir eru almennt einhuga um að það sem reynist börnum og unglingum hjálplegt þegar foreldri er alvarlega veikt er; stuðningur foreldris sem er frískt eða annarra fjölskyldumeðlima, stöðugleiki í umhverfi barnsins, að halda daglegum venjum eins og ástundun skóla, íþrótta, tómstunda og félagslífs, reglulegar máltíðir og nægjanlegur svefn,
    upplýsingar og þátttaka barna í umræðum um sjúkdómsástand og meðferðir sem hæfir aldri þeirra, viðhald hefða og fjölskyldustunda og umræður fjölskyldumeðlima um líðan, hlutverk,
    ábyrgð og áhyggjur.
    Barnabókin „Krabbameinið hennar mömmu“ er afrakstur verkefnisins. Hún er hugsuð til stuðnings fyrir foreldra með krabbamein til að skapa umræður og spurningar barna um sjúkdóm, meðferðir, tilfinningar og þær breytingar sem geta átt sér stað hjá fjölskyldunni.
    Sagan er um stúlkuna Eddu, sem er 7 ára, tilveru hennar og fjölskyldu hennar þegar móðir hennar fær brjóstakrabbamein. Formáli er fyrir foreldra um tilgang bókar og aftast í bók eru
    orðskýringar fyrir börn á fjöldamörgum hugtökum sem fylga krabbameini almennt.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the project, which is a development project, based on review of research among other things, is to explore the need for the importance of talking to children when a parent is diagnosed with cancer and develop ways to meet this need. The aims of the project are: To help parents, diagnosed with cancer, open a dialog with their children about the disease, medical treatment and to answer their questions. To raise awareness among parents of how children feel when their parents are diagnosed with cancer and to support parenting efforts in changing circumstances. To improve the wellbeing of children, adolescents and parents in difficult circumstances. To prevent development of mental disorders of children and adolescents when experiencing the chronic illness of a parent.
    Sources generally agree about the factors that are typically important for helping children and teenagers when a parent is ser ously ill. They are: Support by the healthy parent or other family members, a stable home environment, keeping up daily routines such as attending school, sports and other leisure and social activities, regular meals and sufficient sleep, age appropriate information and participation in discussion about the disease condition and treatment options, maintaining traditions and time together as a family and having family discussions about feelings, roles, responsibilities and concerns.
    A new book for children "My Mom's Cancer" is the product of the project. The goal of this book is to help parents with cancer, initiate and carry on discussions with their children,
    stimulating questions and answers about the disease, its treatment, their emotions, and changes that may occur in the family. The story is told from the viewpoint of a 7 year old girl Edda, whose mother develops breast cancer. The prologue describes the purpose of the book for parents and provides definitions for children of common terms relevant for the
    discussion of cancer.

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(MA ritgerð í fjölskyldumeðferð- VALGERÐUR HJARTARDÓTTIR - 070761-2039).pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna