is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10480

Titill: 
  • Eins og eldur (brennandi, skapandi, eyðandi, lífsnauðsyn). Greinargerð um útvarpsþætti um börn, unglinga og Internetið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Grunnhugmynd útvarpsþáttaraðarinnar Eins og eldur (brennandi, skapandi, eyðandi, lífsnauðsyn) var frá upphafi að afla heimilda og upplýsinga um internetnotkun ungs fólks. Í verkefninu er ungt fólk skilgreint út frá viðmælendum verkefnisins sem eru í 5. – 10. bekk í grunnskóla. Fanga var leitað innan fjögurra þema, sem tekin eru fyrir í hverjum þætti raðarinnar. Fyrsti þátturinn fjallar um netnotkun ungmenna á almennum nótum og annar um samskiptaleiðir á Netinu. Þriðji þáttur fjallar um skuggahliðar Netsins, sá fjórði um rafræna verslun og viðskipti á Internetinu og þær breytingar sem hafa orðið á viðskiptaháttum með tilkomu Netsins. Í samráði við leiðbeinendur var ákveðið að viðmælenda skyldi leitað úr ólíkum áttum til þess að varpa ljósi á viðfangsefnið, ekki síst með áherslu á þróun til framtíðar. Stundum er sagt að hægt sé að horfa til notkunar ungmenna á tækni til þess að átta sig á því hvað muni gerast á sviðinu á komandi árum. Það má segja að sú aðferð hafi verið nýtt við vinnslu verkefnisins. Svör viðmælenda úr hópi barna og unglinga gætu því verið vísbendingar um framtíðarþróun á Netinu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg Magnúsdóttir-MA.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna