EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10484

Title
is

Gerum okkur lífið léttara. Þróunarverkefni, fræðsla fyrir stjúpfjölskyldur

Submitted
January 2012
Abstract
is

Flestar stjúpfjölskyldur fást við svipuð verkefni og vandamál. Þau eru helst flókin tengsl, erfiðar tilfinningar, samskipti við fyrrverandi maka, fjármál og samræming uppeldisaðferða.
Meginmarkmið með þessu verkefni er að þróa fræðslu fyrir stjúpfjölskyldur sem byggð er á faglegum og fræðilegum grunni. Í upphafi var sett fram tilgátan, það er þörf á að kortleggja og kanna fræðslu og fræðsluþörf fyrir stjúpfjölskyldur í íslensku samfélagi.
Í fyrri hluta verkefnisins er gerð grein fyrir niðurstöðum íslenksra og erlendra rannsókna um stjúpfjölskyldur og skoðað, hvernig fræðsla hentar þar best. Seinni hluti verkefnisins er þróunarverkefni. Þróunarverkefnið byggist upp á fjórum fræðslukvöldum fyrir pör í stjúpfjölskyldum. Fræðsluefnið sem notað var byggðist á niðurstöðum áður birtra rannsókna. Fjögur pör tóku þátt í fræðslukvöldunum og í lok þeirra var lagt fyrir ánægjumat. Niðurstöður voru í samræmi við fyrri rannsóknir. Pörin töluðu um að það sem reyndist þeim erfiðast væru flókin tengsl, erfiðar tilfinningar, samkipti við fyrrverandi maka og fjármál hver borgar hvað fyrir hvern. Það sem þau sáu jákvætt við að vera í stjúpfjölskyldu var að fleiri deildu ábyrgð á uppeldi og stærra tenglsanet.
þá ályktun má draga að þörf sé á áframhaldandi þróun á fræðslu fyrir stjúpfjölskyldur og er þessu þróunarverkenfi ætlað að vera grunnur að því.

Accepted
10/01/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Valborg Guðlaugsdó... .pdf2.03MBOpen Complete Text PDF View/Open