is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10486

Titill: 
  • Markaðslæsi fjölskyldna. Umfjöllun og drög að fræðsluefni
  • Titill er á ensku Marketing Literacy
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarspurning ritgerðarinnar fjallar um markaðslæsi fjölskyldna, ástæður fyrir mikilvægi þess og hugmyndir að leiðum til að auka það. Nauðsyn þess að efla markaðslæsi innan fjölskyldna skapast af þeim miklu áhrifum sem auglýsingar hafa á fjölskyldur. Yngri meðlimir hafa áhrif á þá sem eldri eru, og öfugt, og þess vegna er hér lögð sérstök áhersla á fjölskylduna sem kerfi. Að lokinni fræðilegri úttekt eru sett fram drög að námsefni fyrir fjölskyldur. Ein margra leiða til að gera neytendur meðvitaða um áhrif markaðsafla er að auka markaðslæsi þeirra. Lögð er áhersla á að þjálfun í markaðslæsi fari fram innan fjölskyldunnar.Til að öðlast skilning og fá yfirsýn yfir málefnið er rýnt í markaðsrannsóknir og leiðir sem notaðar eru til að ná til neytenda, sem og félagsfræðilegar neytendarannsóknir og fræði um það hvernig neytendur geta orðið meðvitaðir um stöðu sína í markaðssamfélagi nútímans.
    Framboð á námsefni í miðlalæsi og auglýsingalæsi hefur aukist á undanförnum árum og fræðilegar rannsóknir auðvelda greiningu auglýsinga með tilliti til kynjahlutverka, aldurs og fleiri mikilvægra þátta. Markaðsöflin kanna hvernig best er að haga markaðssetningu til að hafa áhrif á kauphegðun neytenda en aðrar fræðigreinar rannsaka hvað hægt er að gera til að sporna á móti þegar ástæða er til.
    Markmið þessarar ritgerðar er að stuðla að auknu markaðslæsi fjölskyldna og efla þekkingu aðila sem vinna að fjölskyldumálum eins og fjölskyldumeðferðarfræðingum á áhrifum markaðsafla á einstaklinga og fjölskyldur.
    Lykilorð: markaðslæsi, neytandi, efnishyggja, fjölskylda, lífstíll, fræðsluefni.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to increase marketing/advertising literacy of families, and too strengthen the knowledge of family therapists and others working on family issues regarding market-powers and their influence on consumers and the families’ way of living.
    The importance of increasing advertising literacy within modern families is enforced by the constant pressure from the media. Young family members influence senior members and vice versa and therefore the family is here regarded as a complex system. To increase advertising literacy is one way to make consumers aware of the possible influence from dominant market-powers.
    To gain understanding and comprehensive knowledge about the subject, relevant market research is analysed, and the ways in which market-powers use to catch the consumers’ attention are revealed. Sociological consumer-studies are also applied to explain how consumers can become conscious of their “role” in the modern market- based society. In recent times, an increasing selection of educational material regarding media and marketing/advertising literacy has become available and scientific studies have produced models to analyse advertisements with respect, for example, to consumer age and gender. Multivariate studies within the fields of marketing and consumer behaviour have been conducted. The market-powers study the most effective ways to influence consumers, and sociologists try to find ways to minimize the manipulation effects of commercials on the consumers.
    Following a general introduction on relevant theories and background literature, an educational approach is adopted which is appropriate for all family members, as it is important that marketing/advertising literacy is trained within families.
    Keywords: market-literacy, consumer, materialism, family, lifestyle, educational material.

Samþykkt: 
  • 10.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA fjol Halldora B leidrett.pdf4.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna