is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10490

Titill: 
  • Louise Bourgeois: List Louise Bourgeois skoðuð út frá sálgreiningu, kynferði og tvíræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða til umfjöllunar verk fransk-ameríska listamannsins Louise Bourgeois (1911-2010). Í þeim má greina mikla tilfinninganæmi og sálarangist og verður því leitast við að útskýra þau einkenni með aðferðum sálgreiningarkenninga. Í því samhengi er vakin athygli á mikilvægi bernskuupplifana í persónuleikaþróun einstaklinga. Sérstaklega verður lögð áhersla á þá þætti sálgreiningarkenninga, sem varða dauðahvatir, klofning og hlutaviðföng, sem koma berlega fram í listsköpun Bourgeois. Neikvæðar tilfinningar dauðahvatarinnar eins og sálarangist, afbrýðisemi, höfnun og reiði eru drifkrafturinn í listsköpun Bourgeois og rótina að þessum tilfinningum má rekja til bernsku hennar. Að sama skapi má greina klofning, þar sem skynja má andstæðar tilfinningar og viðföng í einu og sama verkinu. Notkun hlutaviðfanga er áberandi í listsköpun Bourgeois, þar sem líkamshlutar eru notaðir í stað heildstæðra manneskja. Klofningur og hlutaviðföng eru þekkt fyrirbæri í sálgreiningarkenningum, þar sem horfið er til frumstæðra hvata ungabarnsins, þegar andstreymi lífsins er viðkomandi ofviða.
    Bourgeois ólst upp við óeðlilegar kringumstæður, þar sem kynferði og tvíræðni léku stórt hlutverk. Það má segja að stærsta áfall Bourgeois í æsku hafi verið framhjáhald föður hennar við enskukennara hennar og barnfóstru innan veggja heimilisins, sem stóð yfir í tíu ár. Einnig höfðu afleiðingar stríðsreksturs mikil áhrif á hana, þar sem hún varð vitni sem barn að blóðugum sárabindum og afmynduðum líkömum hermanna.
    Bourgeois upplifði mikla höfnun og sálarangist, sem hún þurfti að vinna úr alla ævi. Með aðferðum sálgreiningarinnar og með listsköpuninni gat hún fengið tímabundna útrás fyrir þessar neikvæðu tilfinningar. Að mati Bourgeois var listin hennar bjargvættur og með listsköpuninni gat hún haldið andlegum sönsum.
    Í ritgerðinni verður varpað ljósi á hvaða upplifun og áföll í æsku urðu örlagavaldar að listsköpun Bourgeois. Einnig verður leitast við að svara hvers vegna kynferði og tvíræði gegni svo stóru hlutverki í listsköpun hennar og hvernig tengja megi sálgreiningarkenningar við verk hennar.
    Verk Bourgeois Klefi VII og verk 19 og 20, Formklipping og Kona, sem sýnd voru á sýningunni Kona/Femme Louise Bourgeois á Listasafni Íslands 27. maí til 11. september árið 2011, verða sérstaklega skoðuð og myndgreind með hliðsjón af sálgreiningunni, tvíræði og kynferði.

Samþykkt: 
  • 10.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Louise Bourgeois.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna