is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10498

Titill: 
  • Hefur trú áhrif á bata? Skoðun á tengingu trúar við árangur af áfengis- og vímuefnameðferð ásamt þróun meðferðar hjá SÁÁ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildarritgerð er fjallað um tengingu trúar og árangurs af vímuefnameðferð. Samhliða því er skoðuð þróun meðferðar hjá SÁÁ, samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann og hvort áhersla er lögð á trú og tólf reynsluspor AA samtakanna í meðferð. Einnig er leitað svara við því hver árangurinn er af vímuefnameðferð SÁÁ. Í ritgerðinni er fjallað um skilgreiningar á vímuefnasýki, bata frá vímuefnasýki og bakföllum í bataferlinu. Trú og trúarbrögðum eru gerð sérstök skil ásamt umfjöllun um AA samtökin, tólf spor AA samtakanna og tengingu þeirra við bata frá vímuefnasýki. Við ritgerðina var notast við fyrirliggjandi gögn, bækur, skýrslur, greinar og munnlegar heimildir frá starfsfólki hjá SÁÁ sem komu úr viðtölum sem tekin voru haustið 2011.
    Fram kemur í erlendum rannsóknum að betri árangur næst í vímuefnameðferð ef trú er hluti af meðferðinni. Einnig kemur fram að tólf spor AA samtakanna eru byggð á trúarlegum grunni og þátttaka í AA starfi er tengd við langvarandi bata (Marc, 2008). Áfengismeðferð SÁÁ hefur tekið breytingum frá stofnun samtakanna árið 1977 og vægi tólf spora AA samtakanna og áhersla á trú hefur minnkað samhliða aukinni vísindalegri þekkingu og nýjungum í meðferðarstarfi. Íslendingar teljast framarlega á sviði vímuefnameðferða og búa yfir góðum gagnagrunni varðandi vímuefnaneyslu og vímuefnameðferðir. Ein rannsókn hefur verið birt um árangur af vímuefnameðferð á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 10.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdimar Svavars_ritgerð.pdf644.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna