is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10517

Titill: 
  • Stjórnun á nýtingu sameiginlegra auðlinda. Vandamál og lausnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um vandamál sem komið geta upp við nýtingu sameiginlegra auðlinda og þær lausnir sem fræðimenn hafa lagt til. Sameiginlegar auðlindir eru flokkur gæða sem hafa tvö megin einkenni. Í fyrsta lagi er mjög kostnaðarsamt að útiloka aðgang að slíkri auðlind, í ýktustu tilfellum er það ómöguleg. Í öðru lagi skiptir fjöldi notenda máli, notkun eins aðila mun hafa neikvæð áhrif á möguleika annarra til þess að nota auðlindina. Notendur sameiginlegra auðlinda hafa hvata til þess að hugsa meira um eigin hag en hag heildarinnar og þá er hætta á ofnotkun. Þessi vandi er kallaður sameignarvandinn. Fjallað er um tillögur fræðimanna um hvernig eigi að leysa þennan vanda. Lögð verður megináhersla á kenningu Elinor Ostrom um sjálfsstjórn sameiginlegra auðlinda en einnig er fjallað um aðrar kenningar á borð við einkaeignarrétt, miðstýringu og framseljanleg leyfi. Greining Ostrom byggir á stofnunum um stjórnun á nýtingu auðlinda sem myndast út frá samskiptum notenda yfir tíma. Til eru raunveruleg dæmi um að notendum hafi tekist að koma á stofnunum sem eru langlífar og árangursríkar þrátt fyrir að þeir hafi hvata til þess að gerast laumufarþegar, svíkja eða stunda tækifærishegðun. Ekki er hægt að tala um aðeins eitt vandamál með einni réttri lausn heldur eru þau vandamál sem notendur auðlinda þurfa að leysa ólík og breytileg eftir aðstæðum og þar af leiðandi eru lausnirnar margar. Í ritgerðinni er fjallað um það sem einkennir vel heppnaða sjálfsstjórn sameiginlegra auðlinda og það sem einkennir misheppnaða stjórnun að mati Ostrom. Að lokum er tekin nokkur raunveruleg dæmi um stjórnun á nýtingu sameiginlegra auðlinda í Kanada, Sviss og á Íslandi. Íslensku tilfellin sem eru skoðuð eru fiskveiðistjórnun, nýting fiskistofna í ferskvatni og skipulag á nýtingu afrétta á hálendinu. Leitast verður við því að bera íslensku dæmin saman við tilvikin í Kanada og Sviss. Þar að auki verða settar fram hugleiðingar út frá kenningum Ostrom um fiskveiðistjórnun á Íslandi, skipulag á nýtingu fiskistofna í ferskvatni og starfsemi íslensku veiðifélaganna.

Samþykkt: 
  • 12.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð lokaútgáfa.pdf605.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna