is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10546

Titill: 
  • Verðbólguvæntingar og verðbólguspár
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verðbólguvæntingar endurspegla traust almennings á peningastefnunni og verðbólgustjórnun Seðlabankans. Verðbólguvæntingar eru einn mikilvægasti áhrifaþáttur verðbólgu og nauðsynlegt er að taka tillit til þeirra við stefnumörkun í peningamálum. Það gæti leitt til skilvirkari og árangursríkari peningastefnu ef stjórnvöld vissu tímanlega af breytingum í verðbólguvæntingum. Ársfjórðungsleg verðbólguspá Seðlabanka Íslands er í raun nokkurs konar millimarkmið peningastefnunnar og gegnir því einnig mikilvægu hlutverki við framkvæmd hennar. Til þess að Seðlabankinn geti unnið upp traust getur verið gagnlegt að greina hvernig væntingarnar myndast og hvað það er sem hefur áhrif á þær. Í ritgerðinni verður leitast við að svara því hvernig væntingar myndast ásamt því að leggja mat á spágildi og nákvæmni væntinga og verðbólguspár Seðlabankans.
    Í rannsókninni var lagt mat á væntingamyndun með aðhvarfsgreiningu og spágildi væntinga. Auk þess var verðbólguspá Seðlabankans metin með útreikningum á meðalskekkju og kvaðratfráviki. Helstu niðurstöður voru þær að verðbólguvæntingar heimilanna myndast að stærstum hluta út frá fyrri spáskekkjum á meðan að verðbólguvæntingar skuldabréfamarkaðarins horfðu bæði til spáskekkju síðasta árs og til spáskekkju næsta árs þegar væntingar voru myndaðar. Samkvæmt niðurstöðum er verðbólguspá Seðlabankans mun áreiðanlegri við að spá fyrir um verðbólguna en væntingar heimilanna, væntingar fyrirtækja og væntingar skuldabréfamarkaðarins. Einnig mátti sjá á útreikningunum að einföld spá sem gerir ráð fyrir að verðbólga næsta tímabils verði sú sama og tímabilsins á undan hefur meira forspárgildi en verðbólguvæntingarnar þrjár.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónína Rós.pdf766.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna