is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10548

Titill: 
  • Ofbeldi gegn konum í vopnuðum átökum og viðbrögð alþjóðastofnana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skoðar kynbundið ofbeldi gegn konum í vopnuðum átökum. Sérstök áhersla er lögð á kynferðislegt ofbeldi sem kerfisbundið er notað sem vopn í átökum. Nauðganir eru notaðar í þeim tilgangi að brjóta niður og niðurlægja bæði þolanda og samfélög. Við greiningu á efninu eru skoðaðar femíniskar kenningar og störf alþjóðastofnana á málefnum kvenna á átakasvæðum. Farið er yfir hugtökin kyngervi og kynferði, karlmennsku og kvenleika og þau útskýrð. Einnig eru staðalímyndir kynjanna skoðaðar. Í lokin er skoðað hvort hægt sé að skilgreina nauðganir eftir alvarleika. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að staðalímyndir sem mótast af líffræðilegum einkennum og einkennum sem samfélagið mótar hafa áhrif á stöðu kynjanna. Hlutverk kynjanna í átökum byggjast oft á því að konur sinni umönnunarhlutverkum meðan karlmenn ganga í herinn. Alþjóðastofnanir sem vinna að réttindum kvenna hafa unnið að því að breyta þessum hlutverkum kynjanna með starfi sínu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið mikilvægt starf í þágu kvenna í heiminum og hafa ályktanirnar um konur, frið og öryggi stuðlað að bættri stöðu kvenna í átakasvæðum. Erfitt er að ætla að skilgreina nauðganir eftir alvarleika þ.e.a.s. nauðgunina sjálfa en komist er að þeirri niðurstöðu að hægt væri að skilgreina aðstæður í átökum eftir alvarleika.
    Lykilorð: Ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, kynbundið ofbeldi, nauðganir, konur, vopnuð átök, feminískar kenningar, alþjóðastofnanir

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A Ritgerð Herdís Þóra.pdf617.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna