is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10562

Titill: 
  • Fyrirspurnir á Alþingi. Notkun þingmanna og áhrif á stjórnsýslu
  • Titill er á ensku Question time in Althingi. MP's usage and influence on the administration
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um fyrirspurnir á Alþingi, notkun þingmanna á þeim og gildi og mikilvægi fyrirspurna. Einnig leggur rannsakandi uppúr því að skoða áhrif fyrirspurna á stjórnsýsluna og að lokum hvort ástæða sé til þess að breyta fyrirspurnarforminu.
    Rannsóknin byggist á skoðun fyrirliggjandi gagna og viðtölum. Fræðilegi grunnur rannsóknarinnar er byggður á umboðskenningum auk þess sem byggt er á umræðu fræðimanna um fyrirspurnir. Rannsakandi gerði auk þess grein fyrir íslenskum raunveruleika, stjórnskipulagi og stjórnmálamenningu. Viðtöl voru tekin með hálfopnum viðtalsramma við sex einstaklinga. Einstaklingarnir hafa ólíka aðkomu að fyrirspurnum en leitast var við að fá til viðtals fólk með töluverða reynslu.
    Helstu niðurstöður eru þær að þingmenn nota skriflegar fyrirspurnir til upplýsingaöflunar. Enda var áberandi að viðmælendur teldu að þingmenn hefðu takmarkaðar bjargir til að leita upplýsinga með öðrum hætti. Þingmenn nýta einnig fyrirspurnir til aðhalds og eftirlits með ráðherrum og töldu viðmælendur fyrirspurnir sérstaklega mikilvægar til að vekja athygli á ámælisverðum atriðum og til þess að hreyfa við málum inni í ráðuneytum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þingmenn nýta fyrirspurnir til að vekja athygli á eigin baráttumálum og halda sér þannig sýnilegum gagnvart fjölmiðlum og almenningi. Fyrirspurnir hafa töluverð áhrif á stjórnsýsluna ekki síst í ljósi þessa álags sem skapast vegna vinnu við svörun. Viðmælendur voru ekki á einu máli um hvort stefna ætti að breytingum á fyrirspurnarforminu og sögðu margir hverjir erfitt að sjá hvaða aðrar leiðir væru færar í því efni. Aðrir voru þó tilbúnir til að skoða einhverskonar þrengingar á fyrirspurnarforminu en lögðu þó áherslu á mikilvægi þessa réttar þingmanna.

Athugasemdir: 
  • Prentað eintak er trúnaðarmál til 1. janúar 2014.
Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heild 3 janúar pdf.pdf926.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna