is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10566

Titill: 
  • Ímynd kvenna í tónlistarmyndböndum, fyrr og nú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða ímyndarsköpun kvenna í fjölmiðlum, nánar tiltekið í tónlistarmyndböndum. Ég mun einkum líta til þriggja söngkvenna í þessum efnum; Madonna, Lady Gaga og Björk. Upp úr 1980 átti sér stað bylting í gerð tónlistarmyndbanda með tilkomu og útbreiðslu myndbandstækninnar og tónlistarsjónvarpsstöðva. Það sem við sjáum í fjölmiðlum, þar með talið í tónlistarmyndböndum, hefur áhrif á okkur sem einstaklinga. Undanfarna tvo áratugi hefur kynlíf og klám orðið sífellt sýnilegra í menningu okkar. Ég mun fjalla um klám- og kynlífsvæðingu samfélagsins og samspil þess við ímyndasköpun og markaðsetningu söngkvenna. Mörk hins leyfilega og viðtekna eru sífellt að þenjast út þegar kemur að notkun tákna og myndmáls í tónlistarmyndöndum sem gjarnan eru sótt í klámiðnaðinn. Þetta endurspeglast ekki síst í tónlistarmyndböndum, fjölmiðlum og víðar.
    Tónlistarmyndbönd eru gerð til að skerpa ímyndir tónlistarfólks. Söngkonur í dag eru undir miklum þrýstingi að vera unglegar og að sýna sem mest hold. Ímynd hins fullkomna kvenlíkama er haldið uppi í fjölmiðlum eða í raun allstaðar þar sem litið er. Þessar þrjár söngkonur sem um er rætt fara afar ólíkar leiðir í ímyndasköpun og markaðssetningu sinni, þar sem Madonna og Lady Gaga sækja ímynd sína í klám og kynlífsvæðinguna, eins og tónlistariðnaðurinn ætlast til, en Björk sækir ímynd sína í nátttúruna, hreinleika og tæknina.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ímynd kvenna í tónlistarmyndböndum, fyrr og nú.pdf998.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna