EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10582

Titles
  • is

    Að trúa á breytingar? Barack Obama, utanríkismál og arabíska vorið

  • Believing in Change? Barack Obama, Foreign Affairs and the Arab Spring

Submitted
January 2012
Abstract
is

Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þær breytingar sem Barack Obama sagðist ætla að gera á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í framboði sínu til forsetaembættis Bandaríkjanna og hvort þær breytingar hafi náð fram að ganga. Til samanburðar verður höfð sú stefna sem George W. Bush mótaði í sinni forsetatíð en gagnrýni Obama á þá stefnu hefur að stórum hluta mótað orðræðu hans um utanríkismál. Stuðst verður við kenningar um raunhyggju annars vegar og heimsborgarahyggju hins vegar en síðari kenningin hefur mikið verið heimfærð upp á þá orðræðu sem Obama er þekktastur fyrir. Auk þess verða nýttar hugmyndir um hart, mjúkt og vitrænt vald til að varpa skýrara ljósi á þær nálganir sem þykja móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Tekin verða dæmi frá uppreisninni í arabaheiminum (arabíska vorinu) og þau notuð til að sýna fram á hvort um raunverulegar breytingar á utanríkisstefnunni sé að ræða.
Helstu niðurstöður sýna að vissulega má sjá skýrar áherslubreytingar á stefnunni en færð verða rök fyrir því að hún hafi þó ekki haft þau umbreytingaráhrif á alþjóðakerfið sem Obama boðaði.

Accepted
13/01/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Að trúa á breytingar.pdf426KBOpen Complete Text PDF View/Open