is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10604

Titill: 
  • Framtíðarmöguleikar Groupon aðferðafræðinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Groupon er bandarískt netfyrirtæki sem stofnað var í nóvember árið 2008. Fyrirtækið starfar sem milliliður milli seljanda og neytanda í þeim tilgangi að reyna að veita báðum aðilum sem hagstæðust kjör við framboð og kaup á sérstökum tilboðum. Groupon tryggir að seljandi nái ákveðnum lágmarksfjölda viðskiptavina til að umsaminn afsláttur verði virkur, og á móti kemur að neytandinn fær hærri afslátt en gengur og gerist.
    Í ritgerð þessari mun ég kryfja aðferðafræðina sem fyrirtækið byggir á, skoða gengni þess fram að því að þetta er skrifað, og velta fram hugmyndum um framtíðaráform og –möguleika fyrirtækisins. Í kjölfar stofnunar Groupon hafa sprottið upp fyrirtækji sem beita sömu aðferðum, og þau fært talsverða nýbreytni inn á tilboðsvefjamarkaðinn.
    Þar sem Groupon-aðferðafræðin er tiltölulega ung hafa fáar rannsóknir beint augum að henni. Í flestum tilfellum hagnast neytendur á afsláttum, þeir vita hvert verðið er og í flestum tilfellum er greiðsluviljinn þekktur. Það sem erfiðara er að segja til um er hvort söluaðilar muni hagnast á að bjóða upp á Groupon tilboð. Ástæða þess er mikil óvissa um kostnað (fækkun viðskiptavina sem greiða fullt verð og hráefniskostnaður) og tekjur (aukning viðskiptavina eftir að tilboðinu lýkur og beinar tekjur af tilboðinu).
    Líkur eru á að með tilboðssíðum á internetinu verði neytendum fært aukið vald gagnvart seljendum. Þegar neytendur venjast því að eiga möguleika að fá mikla afslætti á hverjum degi, er mikill þrýstingur settur á seljendur. Það er staða sem seljendur vilja ekki vera í og erfitt verður að færa til fyrra horfs. Þó eru atriði sem geta verið seljendum í hag, sem dæmi ef tilbúinn matur verður ódýrari en áður í samanburði við mat sem tekur tíma að elda, gætu heimili ákveðið að elda minna og kaupa hann oftar tilbúinn. Því getur heildareftirspurn eftir ákveðnum vörum eða þjónustuþáttum aukist ef afslættir verða tíðari.

Samþykkt: 
  • 13.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framtíðarmöguleikar Groupon aðferðafræðinnar.pdf671.37 kBLokaður til...31.12.2132HeildartextiPDF