EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10621

Title
is

Söknuður sár - vonir og þrár. Um líf og ljóð Guðnýjar frá Klömbrum og Skáld-Rósu

Submitted
January 2012
Abstract
is

Þessi ritgerð er lögð fram sem BA verkefni í íslensku á Hugvísindasviði. Í henni er fjallað um líf og ljóð skáldkvennanna Guðnýjar frá Klömbrum og Skáld-Rósu sem báðar voru uppi á fyrri hluta 19. aldar. Þær áttu það sameiginlegt að verða frægar fyrir harmljóð sín og hafa verið sagðar einna fyrstar íslenskra kvenna til að tjá tilfinningar í ljóðum sínum. Þær ortu báðar ævikvæði og deildu því lífsreynslu sinni með þjóðinni.
Leitað er svara við því hvaða innsýn í skáldskap kvenna þessara tíma lífssögur þeirra Guðnýjar og Rósu gefa okkur ef þær eru bornar saman. Því er leitast við að draga fram atburði í lífi þeirra sem höfðu áhrif á skáldskap þeirra og skoðað hvernig aðstæður voru á þeim tíma er þær voru uppi.
Í upphafi ritgerðar eru borin saman helstu atvik í lífi og fari Guðnýjar og Rósu og síðan eru dregin upp æviágrip hvorrar fyrir sig og þá lögð aðaláhersla á sambönd þeirra við þá ástvini er urðu yrkisefni harmljóða þeirra. Því næst er fjallað um þá fræðimenn sem hafa rannsakað sorgarferli í sambandi við söknuð, missi, einsemd og þunglyndi og síðar í ritgerðinni er stuðst við kenningar þeirra í sambandi við greiningar á ljóðum Rósu og Guðnýjar.
Stuttlega er litið inn í skáldheim kvenna á 19. öld og athugað hvernig samfélag er þar ríkjandi og hvernig konur geti komið skoðunum sínum á framfæri. Ljóð þeirra Guðnýjar og Rósu eru síðan skoðuð. Fyrst er litið á æsku og náttáruljóð þeirra en síðar eru harmljóð þeirra til umfjöllunar og eru ljóðin athuguð með hliðsjón af sögunni auk þess sem þau eru greind. Að lokum er borið saman hvernig Guðný og Rósa miðluðu harmi sínum með ljóðum. Í lok ritgerðar er fjallað um niðurstöður athugananna.

Accepted
18/01/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Iris- Lokarit... .pdf797KBOpen Complete Text PDF View/Open