is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10622

Titill: 
  • Rusl menningar. Sjónmenning hversdagsins skoðuð með hliðsjón af leturgerðum, dagblöðum, auglýsingum og bókakápum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við lifum og hrærumst í sjónmenningarmiðuðu umhverfi, á tímum upplýsinga og boðskipta sem fara fram, að megninu til, í sjónrænum miðlum og eiga ríkan þátt í að móta þá menningu sem við þekkjum, lifum og hrærumst í. Nútímamaðurinn er þannig umvafinn ímyndum og táknum og hið marglaga myndmál verður sífellt meira áberandi í rými einkalífs og á hinum opinbera vettvangi. Sjónmenning er hversdagslíf okkar og þörfin á gagnrýnum myndlestri því brýn. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að benda á mikilvægi gagnrýninnar skoðunar á hinum hversdagslegustu þáttum sjónmenningar með von um að vekja athygli á þeim þáttum menningar sem við, þjóðfélagsþegnarnir, tökum sem gefnum eða afgreiðum sem smávægilega.
    Ritgerðin skiptist í tvo hluta: fræðilegar stoðir og greiningardæmi (e. case studies) og er fræðilegi hluti ritgerðarinnar nokkurskonar þverfræðileg tilraun til að tengja saman kenningar um hversdaginn, sjónmenningu, femínisma, og grafíska hönnun. Í seinni hluta ritgerðarinnar hef ég valið að skoða á gagnrýninn hátt nokkur dæmi úr íslensku hversdagslífi; leturgerðir, auglýsingar, dagblöð og bókakápur, og styðst þar við fræðilegan hluta ritgerðarinnar. Hér eru dregnar fram staðalmyndir, ímyndir og fagurfræðileg gildi sem birtast okkur í rusli menningarinnar og ber fyrir augu okkar í hversdeginum. Um leið og við setjum spurningarmerki við hina sam-félagslegu sátt um normið, potum í og gárum yfirborðið, getum við e.t.v. dregið í efa það sem telst ,eðlilegt‘ og viðheldur ríkjandi stigveldi innan samfélagsins.
    Í starfi mínu sem grafískur hönnuður hef ég haft mikinn áhuga á að kanna íslenska sjónmenningu út frá gagnrýnu sjónarhorni bókmenntafræðingsins. Hvað er gert sýnilegt og hvað er falið? Hverskonar birtingarmyndir eru ríkjandi og sífellt endurteknar (styrktar) á meðan önnur sjónarhorn birtast aldrei? Þessar hugsanir hafa verið einskonar grundvöllur þeirra pælinga sem ritgerðin byggir á og velti ég því fyrir mér hvort mótspyrnan gegn ríkjandi sjónmenningu geti falist í því að nýta hina hversdagslegustu þætti menningar til andófs.

Samþykkt: 
  • 18.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjonmenning_thorhildur_15.01.12.docx.pdf12.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna