EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10647

Title
is

„Einmitt eins og hún vildi að karlmenn væru.“ Þróun karlhetjunnar í hefðbundnum ástarsögum og skvísubókum

Submitted
January 2012
Abstract
is

Skvísubækur (e. chick-lit) eru ákaflega vinsæl bókmenntagrein sem á margt að sækja til hefðbundinna ástarsagna. Ekki síst hina formúlukenndu atburðarás sem og persónusköpun. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er birtingarmyndir karlmennsku í slíkum bókmenntum. Skoðað verður hvort karlhetjurnar hafi breyst og ef svo er hvort tengja megi þær breytingar við jafnréttisbaráttu kynjanna og breytta stöðu kvenna í hinum vestræna heimi. Þrjár íslenskar bækur eru teknar til athugunar í þessu samhengi; Allir eru ógiftir í verinu (1974) eftir Snjólaugu Bragadóttur, Makalaus (2010) og Lýtalaus (2011) eftir Þorbjörgu Marinósdóttur (Tobba Marinós). Í tengslum við birtingarmyndir karlmennskunnar er fjallað um hugmyndir um karlmennsku og valdamun kynjanna. Að auki verður reynt að sýna fram á að valdamunur kynjanna sé mjög greinilegur í hefðbundnum ástarsögum og skvísubókum. Fræðimenn á borð við Tania Modleski og Janice Radway hafa birt kenningar þar sem endir hefðbundinna ástarsagna er túlkaður sem samþykki á feðraveldinu. Þeirri spurningu verður einnig velt upp í tengslum við skvísubækur, þ.e. hvort hið meinta samþykki á feðraveldinu sé enn til staðar.

Accepted
20/01/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lára Sigurðardóttir.pdf312KBOpen Complete Text PDF View/Open