is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10698

Titill: 
  • Áhættumat einstaklinga: Lagaumhverfi og framkvæmd
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um áhættumat á einstaklingum. Í áhættumati felst að metnar eru líkur á því að tiltekinn einstaklingur lendi í alvarlegum vanskilum innan ákveðins tíma. Við matið eru tölfræðileg gögn borin saman við söguleg gögn og þannig felur það í sér ákveðna spádómsgreiningu um hvort viðkomandi einstaklingur geti greitt lán sín til baka.
    Árin fyrir efnahagshrunið haustið 2008 einkenndust af miklum fjölda útlána til einstaklinga og lögaðila sem höfðu ekki fjárhagslega getu til að endurgreiða lánin. Fjármálafyrirtækin sátu uppi með útlánatapið og almennum skattgreiðendum var gert að borga brúsann. Í ljósi framangreindra atburða og skuldavanda margra heimila í landinu vakna spurningar þess efnis hvort fjármálafyrirtæki á Íslandi séu nægilega vel í stakk búin til að meta greiðslugetu og lánshæfi einstaklinga. Erlendis er algengt að fjármálafyrirtæki notist við hjálpartæki frá óháðum þriðja aðila þegar lánshæfi einstaklinga er metið. Áhættumat er slíkt hjálpartæki en hefur ekki verið notað hér á landi vegna túlkunar á ákvæðum persónuverndarlaga.
    Þeirri spurningu er því varpað fram hvort persónuverndarlög nr. 77/2000 hafi að geyma þrengri heimildir varðandi vinnslu og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, en hliðstæð lög annarra Norðurlanda. Með hliðsjón af niðurstöðum má ætla að sú sé raunin þar sem vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við gerð áhættumats er heimil í samanburðarríkjum.
    Þá er jafnframt leitast við að svara því hvort áhættumat sé órjúfanlegur hluti af lánshæfismati með hliðsjón af 1. mgr. 8. gr. tilskipunar nr. 2008/48/EB um neytendalán. Ákvæðið kveður ekki sérstaklega á um hvernig lánshæfismat á að fara fram og því má ætla að aðildarríkjum sé í sjálfsvald sett hvernig matið er framkvæmt. Hins vegar, með hliðsjón af leiðbeiningarreglum um ábyrgar lánveitingar frá framkvæmdastjórn ESB, verður að ætla að fjármálafyrirtæki á Íslandi stundi ekki nægilega ábyrgar lánveitingar. Áhættumat er auðvitað engin töfralausn á vandanum, en ákjósanleg viðbót við núverandi lánakerfi sem önnur Evrópuríki hafa nú þegar tamið sér að nota í útlánastarfsemi.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper focuses on consumer credit scoring. The score assessments the likelihood that a given individual will encounter serious default within a certain time is evaluated. The assessment includes statistical data compared with historical data and therefore contains a specific predictive analysis regarding whether a given individual can repay his or her loan.
    The years before the economic collapse in autumn 2008 were characterised by a large number of loans granted to individuals and legal entities which did not have the financial ability to repay the loans. The financial institutions were left with the loss on loans and general tax-payers were left with the bill. In light of events described above and the debt problems of many homes in the country, questions arise on whether financial institutions in Iceland can adequately assess the ability to pay and loan qualification of individuals. It is normal for financial institutions abroad to utilise aid from uninterested third parties when evaluating loan qualification. Consumer credit scoring is such an aid, but has not been used in Iceland due to interpretations of certain provisions of the Privacy Act.
    The question is thus posed whether the provisions of the Privacy Act no. 77/2000 include stricter legal powers regarding processing and dissemination of information on finances and credit, than corresponding provisions of the other Nordic countries. In terms of the findings, that may be concluded as processing of personal information in relation to carrying out a credit score is permitted in comparable countries.
    An answer is also sought on whether consumer credit scoring is an integral component of a loan qualification evaluation in terms of paragraph 1 of Article 8 of Directive no. 2008/48/EB on consumer loans. The clause does not specifically stipulate on how a loan qualification evaluation is performed and thus it appears that Member States may choose how the assessment is performed. On the other hand, with regard to the guidelines on responsible lending from the European Commission it must be assumed that financial institutions in Iceland are not carrying out adequately responsible lending. A credit score is of course no magic solution to the problem, but is an ideal complement to the current loan system which other European countries have already adopted for use in lending operations.

Samþykkt: 
  • 24.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhættumat einstaklinga - LOKAEINTAK.pdf721.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna