is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10709

Titill: 
  • Hagfræði og hagsmunir í lögum Móse
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð þeirri tilgátu varpað fram að lögin sem sett eru fram í hinu svokallaða Fimmbókarriti sé að mestu leyti hægt að skýra með tilliti til hagfræðilögmála og þeirra hagsmuna sem voru ríkjandi hjá þeim sem skráðu lögin.
    Niðurstaðan er sú að svo sé að mjög miklu leyti. Jafnvel mörg þeirra lagaákvæða sem í fyrstu sýn virðast framandi eiga sér mjög rökrétta skýringu þegar nánar er að gáð. Jafnframt er ályktað að tengsl laganna við trúarbrögð hafi verið aðferð til löghelgunar á mannasetningum í því skyni að stuðla sem best að hlýðni við lögin.
    Ritgerðin hefst á umfjöllun um tengsl lögfræðinnar og hagfræði. Þar er tæpt á sameiginlegum rótum þessara greina og nokkrum helstu kenningum um þau efni. Einnig er fjallað um þau hagfræðilegu hugtök sem geta gagnast vel við hagræna greiningu laga.
    Fjallað er um skráningu Fimmbókarritsins og greint frá ríkjandi kenningum um tilurð bókanna. Sú umfjöllun er undirstaða fyrir ýmsar þær ályktanir sem síðar eru dregnar um hvaða hagsmunir kunni að hafa haft áhrif á lagasetninguna.
    Stærstur hluti ritgerðarinnar er umfjöllun um Mósebækurnar fimm; Genesis, Exodus, Leviticus, Numeri og Devteronomium. Í þeim köflum er greint frá almennu efni þeirra. Þá er sagt frá helstu lagabálkum og lagaákvæðum sem í þeim er að finna. Þar eru einnig dregnar fram hliðstæður við núgildandi lög á Íslandi, þar sem það á við. Köflunum um bækurnar fimm lýkur svo á umfjöllun um þá hagfræðihugsun og hagsmuni sem greina má í textanum.
    Í niðurstöðukaflanum er gert grein fyrir helstu ályktunum og nokkrum spurningum varpað fram sem geta verið grundvöllur fyrir frekar rannsóknir á þessu sviði.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis poses the theory that the law which is promulgated in the Pentateuch can to a very large extent be explained and clarified with reference to economic theory and the special interest of the ruling elite that had control over the law.
    The conclusion is that this can be done to a large degree. Even many of the most arcane laws are found to be based on logical foundations when the outer layers have been removed. Another conclusion is that the connection between the law and religious practice is a logical way to legitimize the law in the minds of the people.
    This thesis starts out with a discussion on the connection between law and economics. The common roots of these disciplines is discussed as well as some prominent theories in this field. This chapter also includes a short introduction to some key economics concepts that can serve a purpose in economic analysis of law.
    The dominant theories on the composition of the Pentateuch and Israelite history are discussed in a separate chapter. This serves as a basis for many of the logical conclusions that are presented later in the thesis regarding the special interests that may help to explain some of the Mosaic law.
    The most extensive part of the paper is a discussion on the five books of Moses, Genesis, Exodus, Leviticus, Numbers and Deuteronomy. These chapters include a general introduction of the material and a more extensive analysis of the various law codes and legal rules that they contain. In those chapter an effort has been made to point out obvious parallels with current Icelandic law. Each of these chapters concludes with conclusions on how the law connects to economic theory and special interests.
    The concluding remarks contain the most general deductions that the thesis allows. Also, some ideas for further research are presented.

Samþykkt: 
  • 24.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML Thorlindur Kjartansson 2011 Skemman.pdf801.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna