is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10734

Titill: 
  • Próteinmarkaðurinn á Íslandi: Markaðsrannsókn á neytendum próteindrykkjanna Hámarks og Hleðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hafa vinsældir próteina og próteinbættra vara farið vaxandi undanfarin ár en sú þróun hefur skapað ótal ný tækifæri og nýir markaðir hafa myndast. Á síðastliðnum fimm árum hafa ýmsar nýjar íslenskar próteinvörur litið dagsins ljós og má sem dæmi nefna tilbúnu próteindrykkina Hámark og Hleðslu sem framleiddir eru af fyrirtækjunum Vífilfelli og Mjólkursamsölunni. Próteindrykkirnir eru mjög farsælir og því til stuðnings má nefna að markaðurinn fyrir tilbúna próteindrykki hefur um það bil áttfaldast í veltu frá seinni hluta árs 2008 til dagsins í dag.
    Í þessu verkefni verður byrjað á að fjalla um próteinmarkaðinn á Íslandi í heild sinni, þróun hans og áhrif tilkomu Hámarks og Hleðslu á markaðinn. Næst verður gerð grein fyrir mikilvægi notkunar miðaðrar markaðsfærslu til að hámarka árangur í markaðsstarfi. Að lokum verður gerð grein fyrir niðurstöðum markaðsrannsóknarinnar sem framkvæmd var í þeim tilgangi að kanna hverjir markhópar próteindrykkjanna Hámarks og Hleðslu eru, hvað einkennir þá og hvort munur sé á þeim. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 1.268 einstaklingar sem ýmist svöruðu skriflegum eða rafrænum spurningalistum.
    Út frá greiningavinnu höfunda telja þeir að neysla á próteinbættum vörum hafi fjórfaldast frá árinu 2002 til dagsins í dag. Þessar niðurstöður sýna vel þau áhrif sem tilkoma próteindrykkjanna hefur haft á íslenska próteinmarkaðinn. Samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsóknarinnar eru markhópar Hámarks og Hleðslu sambærilegir að mörgu leyti. Það sem einkennir markhópana einna helst er að þeir eru karlar jafnt sem konur, stunda hreyfingu reglulega og þeir neyta varanna í sama tilgangi.

Samþykkt: 
  • 26.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hamark&Hledsla-PDF.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna