EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10758

Title
is

Áhrif vitrænnar þjálfunar hjá fólki með MS sjúkdóm

Submitted
February 2012
Abstract
is

Athugað var hvort sex vikna vitræn þjálfun með Lumosity tölvuforritinu bætir vitræna getu fólks með MS sjúkdóminn. Þátttakendur voru 33 á aldrinum 23-67 ára og með staðfesta greiningu á MS. Þar af voru 24 konur og níu karlar. Fjöldi ára frá greiningu var á bilinu þrír mánuðir til 30 ár, meðalárafjöldi var níu ár. Þátttakendur komu í taugasálfræðilega prófun á Reykjalund fyrir og eftir sex vikna þjálfun. Þeir tóku átta matspróf í Lumosity forritinu en þau mæla vitræna getu, D2 athyglisprófið og sjálfsmatskvarðana DASS og WHODAS. Fyrsta tilgátan var að sex vikna vitræn þjálfun bætir getu á prófum sem mæla vinnsluminni, vinnsluhraða og athygli. Hún var ekki studd nema að nokkru leyti. Önnur tilgáta var að þeir sem þjálfa meira standa sig betur en þeir sem þjálfa minna á prófum sem mæla vinnsluminni, vinnsluhraða og athygli. Sú tilgáta var ekki studd. Þriðja tilgáta var að sex vikna vitræn þjálfun bætir útkomu á prófum sem mæla virkni í daglegum athöfnum og sálræna þætti (þunglyndi, kvíða og streitu). Hún var ekki studd. Svo virðist sem sex vikna vitræn þjálfun með Lumosity forritinu dugi ekki til að bæta getu á prófum sem mæla athygli, vinnsluminni og vinnsluhraða hjá fólki með MS. Þörf er á frekari rannsóknum á vitrænni þjálfun fyrir fólk með MS.

Accepted
31/01/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Ritgerð-LOKA-Heiða... .pdf685KBOpen Complete Text PDF View/Open