is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1075

Titill: 
  • Fræðsla er forvörn - áhrif fræðslu á þekkingu almennings á Akureyri á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum við kransæðastíflu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ályktað er að u.þ.b. fjórtán milljón einstaklingar látist árlega af völdum hjartasjúkdóma í heiminum og áætlað er að fyrir árið 2020 hafi dauðsföllum af fyrrgreindum ástæðum fjölgað í um 20 milljónir á ári. Tæplega 500 Íslendingar greinast með kransæðastíflu á hverju ári.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif fræðslu á þekkingu almennings á Akureyri á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum við kransæðastíflu. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð. Úrtakið var almenningur á Akureyri 18 ára og eldri. Þátttakendur voru fræddir um áhættuþætti, einkenni og viðbrögð við kransæðastíflu, spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur fyrir og eftir fræðslu. Alls tóku 56 einstaklingar þátt í rannsókninni og voru konur í meirihluta.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þekking almennings á Akureyri á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum við kransæðastíflu var verulega ábótavant. Rannsakendum kom á óvart hversu lítil þekking var á algengustu áhættuþáttum kransæðastíflu eins og sykursýki, aldri og arfgengi svo dæmi séu tekin. Einnig var þekking á einkennum ekki nægjanleg, t.d. vissu rúmlega 40% þátttakenda ekki að verkur með leiðni út í vinstri handlegg gæti verið einkenni kransæðastíflu. Þar að auki var þekking á viðbrögðum við einkennum kransæðastíflu verulega ábótavant, einungis 9% þátttakenda sagðist myndu hringja beint á sjúkrabíl ef einkenna yrði vart. Áhrif fræðslu voru augljós varðandi flest þekkingaratriði. Þekking almennings á áhættuþáttum eins og sykursýki, aldri og arfgengi jókst verulega við fræðsluna. Eins var því farið með einkenni og viðbrögð, þar sem eftir fræðslu vissu allir þátttakendur að verkur með leiðni út í vinstri handlegg gæti verið einkenni kransæðastíflu og eftir fræðslu vissu einnig 78% þátttakenda að réttast væri að hringja á sjúkrabíl ef einkenna kransæðastíflu yrði vart.
    Eftir því sem best er vitað hafa áhrif fræðslu á þekkingu almennings á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum við kransæðastíflu lítið verið könnuð. Rannsakendur telja að rannsóknin geti gefið hugmynd um fræðsluþörf almennings á Akureyri á þessu sviði. Það er einnig von rannsakenda að rannsóknin geti lagt grunn að frekari rannsóknum þar sem notast er við marktækt úrtak.
    Lykilhugtök: kransæðastífla, áhættuþættir, einkenni, viðbrögð, þekking og fræðsla.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fræðsla er forvörn....pdf4.95 MBOpinnHeildarskráPDFSkoða/Opna