is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10760

Titill: 
  • Umönnun ungra barna í Reykjavík. Hluti II. Rannsókn RBF fyrir Leikskólasvið Reykjavíkurborgar 2009-2010
Útgáfa: 
  • Mars 2010
Útdráttur: 
  • Leikskólasvið Reykjavíkurborgar fól Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands að gera rannsókn á hvernig reykvískir foreldrar haga umönnun barna sinna frá því að fæðingarorlofi sleppir, ástæðum fyrir ólíku vali foreldra á þjónustu fyrir börn sín og hvernig foreldrar nýta og upplifa tímabundna þjónustutryggingu. Rafræn spurningakönnun var lögð fyrir 878 foreldra sem sótt höfðu um leikskóla eða þjónustutryggingu fyrir börn sín á tímabilinu 1. september 2008 til 1. mars 2009. Könnunin fór fram í október - nóvember 2009. Svarhlutfall var 59,7%.
    Foreldrar og ættingjar eru helstu umönnunaraðilar yngstu barnanna en eftir því sem þau verða eldri þá koma fleiri að umönnun þeirra og á aldrinum 10-17 mánaða verða dagforeldrar mjög áberandi. Eftir því sem börnin verða eldri dregur úr hlutdeild ofangreindra aðila og leikskólinn verður meira áberandi. Við tveggja ára aldur eru flest börnin á leikskóla. Niðurstöður sýna að mæður leika mun stærra hlutverk en feður í daglegri umönnun barnanna.
    159 þátttakendur (30%) höfðu nýtt sér þjónustutryggingu. Algengasta ástæða fyrir notkun þjónustutryggingar var að barnið hefði ekki fengið leikskólapláss (61%). 86,4% sögðust ánægð eða mjög ánægð með hvernig þjónustutrygging hefði mætt þörfum svarenda.
    Tæplega 90% þátttakenda í rannsókninni töldu þjónustutryggingu vera valkost sem ætti að vera áfram í boði hjá Reykjavíkurborg, 88% töldu að þjónustutrygging auðveldi foreldrum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistar og tæplega 73% að hún yki líkur á að einhver nákominn fjölskyldunni annist barnið. Þá voru 85% svarenda sammála því að foreldrar eigi að geta notað þjónustutryggingu til að greiða ættingjum og vinum fyrir að annast um barnið. Meirihluti svarenda, eða rúmlega 63%, töldu upphæðina of lága.
    Meirihluti foreldra taldi að þjónustutrygging yki möguleika foreldra á að samþætta umönnun barns og atvinnuþátttöku, rúmlega 70% voru sammála því að þjónustutrygging yki möguleika mæðra á samþættingu borið saman við tæplega 60% sem töldu það eiga við um feður. Rúmlega 30% svarenda töldu líklegt að tilkoma þjónustutryggingar yki jafnrétti kynja á vinnumarkaði en tæplega 20% töldu líklegt að hún dragi úr jafnrétti kynja á vinnumarkaði.

ISBN: 
  • 978-9979-9859-6-9
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 31.1.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umonnun_ungra_barna_hlutiII.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna