is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Ritraðir og skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10780

Titill: 
  • Verkefni, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi: norræn samanburðarrannsókn
Útgáfa: 
  • Nóvember 2011
Útdráttur: 
  • Rannsóknin beinist að verkefnum, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin. Gagnasöfnun fór fram árið 2005 í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð en árið 2009 á Íslandi. Samræmdur spurningalisti var lagður fyrir í löndunum öllum og var úrtakið jafnstórt eða 1200 manns í hverju landi. Þannig náði rannsóknin til hlutfallslega stærri hóps starfsfólks á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Rannsóknin náði til starfsmanna sem höfðu aðra menntun en háskólamenntun. Svarhlutfall var frá 55% (Ísland) til 77% (Danmörk).
    Niðurstöður sýna að starfsfólk í umönnun aldraðra á Íslandi hefur minni menntun, er að jafnaði yngra og með styttri starfsaldur en á hinum Norðurlöndunum. Verkefni íslensku starfsmannanna eru ekki jafn fjölbreytt og þeir sinna stjórnun í minna mæli en norrænir kollegar þeirra. Íslensku starfsmennirnir eru flestir í hlutastörfum, vinna í meira mæli á dagvinnutíma en kvöld- eða helgarvinnu, og þeir eru flestir ánægðir með vinnutíma sinn. Niðurstöðurnar sýna að hærra hlutfall eldra fólks á Íslandi býr á stofnunum. Þeir sem búa heima fá minni tíma í þjónustu og sú þjónusta er oftast veitt á dagvinnutíma. Þetta sýnir að þjónustan tekur að takmörkuðu leyti mið af þörfum notenda og samþykktri stefnu um áherslu á aðstoð í heimahúsum. Þá eru minni kröfur gerðar til menntunnar starfsmanna á Íslandi, starfsaldur og lífaldur þeirra er enn lægri en á Norðurlöndunum, og um þriðjungur íhugar að hætta starfi. Stöðugleiki og umfang þjónustu við aldraða á Íslandi eru því minni en á hinum Norðurlöndunum.

ISBN: 
  • 978-9935-9026-6-5
Athugasemdir: 
  • Ritröð um rannsóknaverkefni á sviði félagsráðgjafar. Fimmta hefti.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 2.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
verkefni, vinnuumhverfi og lidan starfsfólks i umönnun aldraðra á íslandi_Norræn samaburðarrannsókn_ritröð V.pdf960.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna