EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10797

Title
is

Fitufordómar og mikilvægi útlits, heilsu og hreysti

Submitted
February 2012
Abstract
is

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða fitufordóma og tengsl við það vægi sem fólk
leggur í útlit, heilsu og hreysti, og hvaða áhrif tilhneiging til að bera sig saman við aðra
hefði í því sambandi. Erlendar rannsóknir benda til þess að þeir séu algengir á hinum
ýmsu stöðum, til dæmis á vinnumarkaði og innan heilbrigðis- og heilsuræktarstéttarinnar.
Staðalmyndir á feitum einstaklingum leiða til fordóma gagnvart þeim og mismununar.
Kenningar um ástæður fyrir fitufordómum benda meðal annars til neikvæðra eignana um
orsakir offitu. Þessar eignanir eru síðan réttlættar með staðalmyndum og auk þess virðist
fólk hafa viðbjóðsnæmi fyrir feitu fólki. Þessi rannsókn var sú fyrsta hér á landi til þess
að skoða sambandið á milli líkamsímyndar og útlitssamanburðar við fitufordóma hjá
viðskiptavinum (n = 249) líkamsræktarstöðva. Niðurstöður bentu til þess að fólk sem ber
útlit sitt mikið saman við aðra væri frekar ungt að árum, óttaðist meira að fitna en aðrir
og teldu útlit skipta miklu máli. Niðurstöður sýndu einnig að fólk sem ber útlit sitt
stundum saman við aðra hefur meiri andúð á feitum en þeir sem sjaldan bera sig saman
við aðra. Að lokum bentu niðurstöður til þess að útlitssamanburður miðli tengslum milli
þess að leggja mikið vægi á gott heilsufar og telja lítinn viljastyrk og skort á sjálfsstjórn
vera orsakir offitu.
Almennt séð benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að ungt fólk beri útlit
sitt gjarnan saman við aðra og telur útlit skipta miklu máli. Hugsanlegt er að aukinn ótti
við að fitna sé afleiðing þessa hugsunarháttar. Afleiðingin meðal þessa hóps er oftar en
ekki sú að almennir fordómar gagnvart feitum eru ríkjandi.

Accepted
06/02/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
LineyDan.pdf228KBOpen Complete Text PDF View/Open