is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10801

Titill: 
  • Brúarárvirkjun felld að landslagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aðal markmið verkefnisins er að fella vatnsaflsvirkjun í Brúará að landslagi með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum, sjónrænum áhrifum og notkun svæðisins. Meginhluti verkefnisins er tillaga að hönnun virkjunarsvæðisins, þó voru einnig gerðar nokkrar greiningar. Dæmi um greiningar eru meðal annars SWOT greining á forhönnun virkjunarsvæðis og greining á helstu einkennum annarra fossa í Brúará. Hönnun svæðisins byggir á greiningunum. Hönnunartillögur voru gerðar fyrir stíflu, veg, göngustíga og frárennslisskurð, auk þess að fella stöðvarhúsið að landi. Gert var gróft skipulag fyrir endurheimt votlendis á svæðinu. Niðurstöðurnar sýna að með þverfaglegum vinnubrögðum, greiningum og hönnun er hægt að fella vatnsaflsvirkjun sem þessa að landslagi, umhverfisáhrif er hægt að minnka og bæta fyrir með ýmsum aðgerðum og hægt er að taka tillit til sjónrænna áhrifa í hönnunarferlinu. Á komandi árum ætti, að mínu mati, ferli sem þetta að verða sjálfsagður þáttur í hönnun vatnsaflsvirkjana hér á landi.

Samþykkt: 
  • 6.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S._hildur_dagbjort_minna.pdf5.4 MBLokaðurPDF