EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisAgricultural University of Iceland>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10838

Title
is

Aldur og vöxtur sjóbleikjustofns Hvítár í Borgarfirði

Submitted
May 2011
Abstract
is

Bleikja Salvelinus alpinus telst til ferskvatnsfiska og er ein af þremur villtum laxfiskum sem finnast hér á landi. Göngur eru algengar hjá bleikju og bleikja sem gengur í sjó kallast sjóbleikja. Sjóbleikja í Hvítá í Borgarfirði hefur flókinn lífsferil. Hún gengur til sjávar í Borgarfjörð, hefur vetursetu neðarlega í Hvítá eða þverám hennar og hrygnir í lindám sem renna ofarlega í Hvítá. Seiði yfirgefa lindár strax eftir klak.
Samkvæmt sýnaúrtaki þessarar rannsóknar samanstendur aldurssamsetning sjóbleikjustofnsins af bleikju eins til sex ára og eru flestar um þriggja ára aldur. Meðalaldur við kynþroska er 3,51 ár og virðist ekki hafa breyst frá árunum 1987-1999
til 2007-2010. Hlutfall hænga á móti hrygnum var mun hærra á árunum 2007-2010 í sýnum sem voru að meirihluta tekin frá hrygningarstöðvum en hængar koma þangað fyrr og dvelja yfir lengra tímabil en hrygnur. Einnig var hlutfall geldbleikju á móti
hrygningarbleikju hærra á árunum 1987-1999 í sýnum sem voru tekin í sjó í Borgarfirði og hlutfall hrygningarbleikju hærra á tímabilinu 2007-2010 í sýnum sem voru tekin í Hvítá. Niðurstöður sýndu að vöxtur stofnsins virtist ekki hafa breyst mikið frá árunum 1987-1999 til 2007-2010. Bakreiknuð lengd milli tímabilanna var svipuð hjá bleikjum frá eins til þriggja ára en eftir það var vöxtur bleikju frá 2007-2010 betri en á tímabilinu 1988 til 1989 tímabilinu og kom fram marktækur munur á vexti fjögurra ára bleikju. Sjóbleikjan gengur út í ósasvæði Hvítár í Borgarfirði og getur bleikjan valið úr svæðum með mismunandi seltustig. Þetta gerir það að verkum að hún getur gengið snemma á
æviskeiði til sjávar og í þessari rannsókn kom í ljós að sjóbleikjan er eins til tveggja ára við fyrstu sjógöngu. Meðalaldur við fyrstu sjógöngu var 1,62 ár og kom ekki fram
marktækur munur á fyrstu sjógöngu á milli tímabila. Samkvæmt niðurstöðum virðist ástand stofnsins ekki hafa breyst frá árunum 1987-1999 til 2007-2010 en ef litið er á veiðitölur sést að bleikju hefur fækkað verulega síðastliðin ár. Fækkun gæti stafað af aukinni samkeppni frá öðrum fisktegundum og hlýnandi veðurfari.

Accepted
15/02/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
LOKARITGERD- Iðunn.pdf4.12MBOpen  PDF View/Open