is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10839

Titill: 
  • Hvanneyri – Hugmyndir að skipulagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð var að leita svara við eftirfarandi spurningu: Með hvað hætti getur skipulag mannvirkja og umhverfis í háskólaþorpinu á Hvanneyri stuðlað að bættum lífgæðum íbúa, starfsfólks og gesta? Til að leita svara við þeirri spurningu var staðan á Hvanneyri skoðuð og hvaða öfl hafi stjórnað byggðar-þróuninni fram til þessa. Leitast var við að svara spurningunni
    með skipulagstillögu sem byggð var á Umhverfisstefnu Landbúnaðarháskólans og á hugmyndafræði vistmenningar/permaculture. Þessar hugmyndir eru mjög samhljóma
    og nátengdar hugmyndum um sjálfbæra þróun. Í skipulagstillögunni var lagt til að akstur bifreiða yrði færður út úr háskólahverfinu og miðsvæði Hvanneyrar. Einnig voru settar fram hugmyndir um
    yfirbyggðar götur, umferðarmiðstöð, yfirbyggð torg, bæjargöng, torfveggi og þéttingu byggðar innan 500 metra radíus frá leik- og grunnskóla sem staðsettir er fyrir miðju þéttbýlinu. Að lokum var athyglinni beint að gömlu Hvanneyrartorfunni og lagðar fram
    hugmyndir sem miða að því að auka mannlíf og nýtingu svæðisins, án þess að skaða hina gömlu virðulegu hverfisásýnd.
    Með þessari skipulagsvinnu voru settar fram hugmyndir um það hvernig skipulag mannvirkja og umhverfis í háskólaþorpinu á Hvanneyri geti stuðlað að bættum lífsgæðum þeirra sem þar dvelja.

Samþykkt: 
  • 16.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArnarBirgir_Hvanneyri_BS2008 (2).pdf4.22 MBOpinnPDFSkoða/Opna