is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10848

Titill: 
  • Planning and Management of Recreation in Icelandic Forests: Developing infrastructure (input) strategies based on preference and benefit (output) analysis
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Opportunities for forest recreation are relatively new in Iceland, as are the forests. No framework for planning and management exists for recreational forests in Iceland and data
    necessary for constructing such a framework are lacking. In order to provide the necessary data, a self-administered mail-in survey was designed to answer the following questions: 1) Are there distinct user groups? 2) If such groups exist, are the differences between them significant enough to form the basis of a framework? 3) What benefits (outcomes) are being sought by forest users? 4) Is the Importance-performance estimate a useful tool for monitoring the quality of recreational forests in Iceland? Survey respondents were recruited from two day-use and two overnight-use forests. ANOVAs were performed on the data using three categories: social groups, benefit groups and forest types, i.e. day-use and overnight-use. The data were also used in an Importance-performance analysis for each of the forests. Preference differences for infrastructure and management among
    social and benefit groups were insufficient for a planning and management framework. However, there were sufficient differences found between day-users and overnight-users to construct such a framework, with overnight-users placing a greater emphasis on security, access to water, nearness to shops and other things related to the duration of their stay. There were also clear differences in types of benefits (outputs) accruing to recreationists, with respondents in all forests mostly emphasizing restorative benefits, learning, social ties
    and spiritual benefits. User preferences were used to construct priority indices for use in selecting new areas for recreational development and improving existing recreational forests. The Importance-performance estimate proved to be a useful tool in gauging the quality of recreational infrastructures in the forests. It should also provide a method for evaluating the efficacy of improvement efforts and be a basis for formulating quality standards for use by forest staff.

  • Áætlanagerð og rekstur íslenskra skóga í þágu útivistar: Þróun uppbyggingar á aðstöðu með tilliti til greiningar á væntingum og ábata notenda. Nýting skóga til útivistar er að mestu nýlegt fyrirbæri hér á landi, svipað og skógarnir sjálfir. Engin umgjörð er til staðar um áætlanagerð og rekstur útivistarskóga á Íslandi og nauðsynlegar upplýsingar til að skapa slíka umgjörð vantar. Til að bæta úr þeim upplýsingaskorti var póstkönnun hönnuð og framkvæmd þar sem reynt var að fá svör við eftirtöldum spurningum: 1) Eru mismunandi notendahópar sem nýta skóga til útivistar? 2) Ef svo er, er munurinn á þeim nægur til að byggja umgjörð um áætlanagerð og rekstur á? 3) Hvaða ábata sækjast notendur skóganna eftir? 4) Er mikilvægis-frammistöðumat
    nothæft til að fylgjast með gæðum útivistarskóga á Íslandi? Tilvonandi svarendur voru skráðir í tveimur dagdvalarskógum (Kjarnaskógi og Heiðmörk) og tveimur skógum með tjaldsvæðum (Hallormsstaðaskógi og Vaglaskógi). Fervikagreining var framkvæmd á svörum miðað við þrennskonar flokkun: eftir félagslegum hópum, eftir ábata sem fólk taldi sig fá og eftir tegund skógar, þ.e. dagdvalar eða með tjaldsvæði. Svörin voru einnig notuð við mikilvægis-frammistöðumat á hverjum skógi fyrir sig. Munur á væntingum um aðstöðu og rekstur eftir félagshópum og ábata reyndist of lítill til að byggja umgjörð um áætlanagerð og rekstur á. Hins vegar var nægur munur á væntingum dagdvalargesta og tjaldsvæðagesta til að byggja slíka umgjörð á, þar sem tjaldsvæðagestir lögðu meiri áherslu á öryggi, aðgang að vatni, nálægt við verslanir og fleiri atriði tengd lengd dvalarinnar.
    Einnig kom fram skýr munur milli tegunda ábata sem fólk taldi sig fá og taldi fólk sig einkum njóta endurnæringar, lærdóms, félagslegra tengsla og andlegrar upplifunar í öllum skógunum. Væntingar skógargesta voru notaðar til að búa til forgangslista sem nota má við val á nýjum svæðum til útivistar og ákvarðanatöku um úrbætur á núverandi útivistarsvæðum. Mikilvægis-frammistöðumat reyndist vel við að meta gæði aðstöðu til útivistar í skógunum Það ætti einnig að nýtast við mat á útkomu aðgerða til að bæta
    aðstöðu og við gerð gæðastaðla um útivistaraðstöðu sem nota má í skógum landsins.

Styrktaraðili: 
  • Icelandic Forest Service
Samþykkt: 
  • 21.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
11874 Sherry Curl 2008 _ MS thesis.pdf983.98 kBOpinnPDFSkoða/Opna