EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisAgricultural University of Iceland>Auðlindadeild>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10849

Title
is

Notkun hitalagna í hesthúsgólfum

Submitted
May 2008
Abstract
is

Tilgangur rannsóknarinnar var að finna hagkvæma leið til að halda undirlagi undir hrossum þurru yfir innistöðutíma að vetrarlagi.
Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif gólfhita í hrossastíum á þurrefni stíumottunnar, ásamt því að kanna hitastig í upphituðum stíum annars vegar og óupphituðum stíum hins vegar. Þá var reynt með rannsókninni að fá einhverja mynd af mun á rekstrarkostnaði upphitaðra og óupphitaðra stía. Rannsóknin fór fram í nýju hesthúsi á Hvanneyri og var annar helmingur hússins
upphitaður með hveravatni en hinn helmingurinn var óupphitaður. Rannsóknin fór fram í tveimur lotum, vor og haust 2007. Að vori var reynt að finna út hversu mikið stíur þornuðu með því að setja sama magn af spæni í báða helminga tilraunarinnar og kanna þurrefnis- og hitamun á milli upphitaðra og óupphitaðra stía. Að hausti var hins vegar kannað hversu mikill spænir sparaðist við upphitun þegar spænisnotkun er ákveðin með sjónmati, en hirðingamaður hesthússins setti spæni í báða helminga eftir því sem honum fannst þurfa miðað við hversu þurrt yfirborð stíunnar leit út fyrir að vera. Sýni úr stíumottu voru tekin á þriggja daga fresti að vori en á vikufresti að hausti og þurrefni og hiti í undir- og yfirborði mottu voru mæld í báðum hlutum rannsóknarinnar, ásamt spænismagni, vatnssulli hrossa og tíma úti að hausti. Niðurstöður sýndu að gólfhiti leiðir til þurrari stíumottu og jafnframt að hiti ofan á og innan í stíumottu er meiri í upphituðum stíum en óupphituðum stíum. Um helmingi minni spænir fór í upphitaðar en óupphitaðar stíur í hausthluta. Óupphitaðar stíur í hausthluta rannsóknar urðu þurrari eftir því sem leið á tímabilið ásamt því að spænisnotkun minnkaði, sem bendir til að einhver þróun í stíumottunni leiði til þess
að hún þorni upp.

Accepted
21/02/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Notkun hitalagna í... .pdf192KBOpen  PDF View/Open