is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10855

Titill: 
  • Neðri hluti Hvítár í Borgarfirði: kortlagning flóðs 2006
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar mikilla úrkomu- og leysingaflóða í desember árið 2006 var Vatnamælingum Orkustofnunar falið að kortleggja útbreiðslu flóðanna og afla heimilda um eldri flóð. B.Sc. verkefni þetta var liður í gagnaöflun Vatnamælinga Orkustofnunar. Markmið
    verkefnisins var að kortleggja útbreiðslu flóðsins 2006 fyrir afmarkað svæði við Hvítá í Borgarfirði og afla heimilda um eldri flóð. Leitast var við að svara því hvort flóðið 2006
    hefði verið það stærsta á svæðinu eða hvort búast mætti við stærri flóðum á svæðinu. Áhrif veðurfarsþátta og sjávarfalla var skoðuð í samhengi við sögulegar flóðhæðir. Gögn voru fengin frá Vatnamælingum Orkustofnunar, Samsýn ehf., Veðurstofu Íslands og
    Landhelgisgæslunni. Útbreiðsla flóðsins 2006 var kortlögð í ArcGIS forriti með ýmsum gögnum og heimildum um útbreiðslu flóðsins, t.d. GPS mælingum á flóðförum (rek í landi eftir flóðvatn). Munnlegar heimildir landeigenda voru skráðar, bæði um flóðið 2006 og önnur söguleg flóð. Mælingar úr vatnshæðarmælum í Borgarfirði voru notaðar til að bera saman flóð árin 1971, 1983, 1992 og síðan 2006. Leitað var heimilda um söguleg flóð í skýrslusafni Vatnamælinga Orkustofnunar, bókasafni og blaðagreinum
    Morgunblaðsins á síðu Landsbókasafns Íslands (www.timarit.is) með leitarorðum sem tengdust flóðum og kennileitum á svæðinu. Stuðst var við þær niðurstöður til að setja upp yfirlit yfir flóð í Hvítá í Borgarfirði. Helstu niðurstöður verkefnisins voru að flóðið 2006 var ekki það stærsta sem hefur komið á svæðinu og því má vænta stærri flóða í náinni framtíð. Nákvæmni hæðargagna reyndis ekki nægileg til að gera áreiðanlegt hæðarlíkan af svæðinu og þannig álykta útbreiðslu sögulegra flóða. Engu skipulagi stendur ógn af útbreiðslu flóða í neðri hluta Hvítár, en áhrif flóða á fyrirhugaða hreinsistöð fráveitu á Hvanneyri eru ekki talin mikil. Á svæðinu eru bæir sem iðulega verða umflotnir í flóðum og var Ferjukot skoðaður sérstaklega í þessu verkefni. Samanburður á sögulegum flóðhæðum áður nefndra ára leiddi í ljós að mesta vatnshæð varð í flóðinu 1983, áhrif sjávarfalla gætir þegar stórstreymi er og frostakaflar fara minnkandi sem og snjóalög en þessir þættir hafa áhrif á afrennsli á frosinni jörð og leysingarvatn í úrkomu- og leysingaflóðum, þeirri tegund flóða sem var til skoðunar í þessu verkefni. Ályktað er að niðurstöður þessa verkefnis verði nýttar til skipulagsgerðar í Borgarbyggð í framtíðinni og verði til þess að nákvæmar hæðarmælingar verði gerðar á svæðinu til að fá nákvæmari gögn til hæðarlíkanagerðar. Einnig er lagt til að unnið verði áfram að öflun gagna um flóð
    í Borgarfirði umfram það svæði sem var tekið til skoðunar í þessu verkefni þar sem byggð á láglendi er til staðar á bökkum Hvítár í Borgarfirði og þverám hennar.

Samþykkt: 
  • 21.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Maria Theodors.pdf3.35 MBOpinnPDFSkoða/Opna