EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisAgricultural University of Iceland>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10857

Title
is

Afkvæmarannsóknir Reyniviðar Sorbus aucuparia

Submitted
May 2008
Abstract
is

Þótt margt hafi verið rannsakað og skrifað um reyniviðinn og skógræktendur undanfarinna áratuga unnið að kynbótum, útbreiðslurannsóknum og vaxtamælingum vantar enn nokkuð á að þekking á reynivið jafnist á við þekkingu greinarinnar á
ýmsum öðrum tegundum. Því var ákveðið að ráðast í afkvæmatilraun, þar sem leitað væri að einstaklingum innan tegundarinnar sem gætu gefið af sér afkvæmi með góðan vöxt, lifun og gott viðnám gegn reyniátu og kali Árið 2003 var safnað berjum af fallegum reyniviðartrjám víða um land. Fræ var tekið úr berjum, hreinsað og sáð veturinn 2003 að Tumastöðum í Fljótshlíð. Þaðan voru
svo afhentar ársgamlar plöntur vorið 2005 og þær gróðursettar í blokkartilraun á tveim stöðum, að Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði, og í Hellismýri við Selfoss. Voru plönturnar gróðursettar í júní og júlí 2005 og voru alls gróðursettar rúmlega 2000 plöntur.
Úttekt tilraunarinnar fór fram haustið 2007 og var lifun, vöxtur, kal og brum hverrar plöntu skráð. Lítill sem enginn munur var á milli afkvæma hvað varðar ofantalda hætti. Þó var tölfræðilega marktækur munur á lifun og kali á milli afkvæmahópa á Vöglum.
Í verkefninu var lagt upp með þá tilgátu að marktækur munur væri milli afkvæmahópa reyniviðar hvað varðaði lifun, vöxt, kal og heilbrigði bruma. Ekki tókst að sanna þessa tilgátu. Líklegt er að á næstu árum komi í ljós einhver munur á afkvæmum í þessum tilraunum, en endurtaka þarf prófanir með afkvæmahópa reyniviðar á fleiri stöðum til að skoða hvort munur sé á lifun og upphafsvexti afkvæmahópa reyniviðar. Enn fremur væri áhugavert að gera DNA rannsóknir á breytileika og uppruna móðurtrjáa í tengslum við nýjar tilraunir

Accepted
21/02/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Harpa Dis _ Lokari... .pdf408KBOpen  PDF View/Open