is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10873

Titill: 
  • Þátttaka íbúa í stjórnun sveitarfélaga. Lýðræði og þekkingarstjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er íbúalýðræði á Íslandi, þátttaka íbúa í stefnumótun og ákvarðanatöku með áherslu á þekkingar- og þátttökustjórnun á sveitarstjórnarstigi.
    Á undanförnum árum og áratugum hafa þær raddir orðið sífellt háværari sem krefjast virkrar þátttöku íbúa í stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélaga. Samtímis hafa orðið miklar breytingar á stjórnun fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem byggja framlegð sína á þekkingarafurðum og árangursríkar aðferðir þekkingar- og þátttökustjórnunar verið innleiddar. Hér er leitast við að tengja þessa þætti saman og spurt hvort ekki megi líta á íbúalýðræði sem tæki til þekkingar- og þátttökustjórnunar og styrkja þar með grunninn að góðri ákvarðanatöku í sveitarfélögum.Til að leita svara við þessari spurningu er fyrst fjallað um eðli og þróun lýðræðis og forsendur þátttöku íbúa samkvæmt íslensku lögum. Þá eru skoðuð tengsl félagsauðs, þekkingarstjórnunar og íbúalýðræðis og mikilvægi fyrir nýsköpun og atvinnuþróun. Með því að nýta bæði sérþekkingu og staðþekkingu íbúa má væntanlega ná fram betri skilningi á viðfangsefnum, fá fram nýja valkosti snemma í ferlinu sem geta leitt til betri sátta og jafnvel hagkvæmari lausna. Að lokum eru skoðuð nokkur dæmi um íbúalýðræðislausnir og upplýsingatækni.
    Niðurstaðan styður þá tilgátu að virkt samráð við íbúa og þátttaka þeirra í stefnumótun auki gæði stjórnsýslu. Því beri að skoða íbúalýðræði sem sérstaka stjórnunaraðferð þar sem þekking íbúa er nýtt með það að markmiði að auka gæði ákvarðana og ná sáttum um niðurstöðu. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er innlegg í umræðu um íbúalýðræði og áhugavert þeim sem vilja efla lýðræði á sveitarstjórnarstigi en gagnast auk þess þeim sem koma að stefnumótun og ákvarðanatökum á sveitarstjórnarstigi.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to acquire a better understanding of the relationship between democratic participation,intellectual capital and knowledge management with an emphasis in communities.
    In recent years there has been a growing need to increase public
    participation in policy-making through deliberative democracy and other, mainly ICT based, means. Simultaneously, organisations have been increasingly moving towards knowledge-based models emphasizing intangible assets, intellectual capital, and knowledge-based management as a way to increase profits.The research question leading this qualitative thesis seeks foundation in the hypothesis whether using knowledge-based management approaches,deliberative democracy, and public participation in decision-making improves governance at the local governmental level. To investigate this hypothesis, this
    study examines the relationship between democratic participation, intellectual capital and knowledge-based management. A brief overview of the development of democracy, esp. with regards to social media and the regulatory environment of participation is…. Social capital is discussed and compared to intangible assets,
    human and relational capital and knowledge management as regional capital has proven to be of utmost importance for innovation. By using both specialized and local knowledge of the inhabitants of a community it is believed that not only democracy is improved through better and more legitimate policy, but also that
    innovation will lead to improved quality of life. Finally there is a short overview of the status of deliberative democracy and community participation in Iceland with a focus on the use of ITC’s. The conclusion is that deliberative democracy and participatory approaches can be improved through the use of knowledge-based management tools and therefore should be considered as a tool of good governance.The study is of value to the debate on deliberative democracy and of interest to all those wanting to improve and increase participation at the local level
    by using theories of intellectual capital and knowledge management for successful eDemocracy.

Samþykkt: 
  • 24.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_Asta_Thorleifsdottir 2010.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna