EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Viðskiptadeild>Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10956

Title
is

Maður þarf eiginlega að hugsa upp á nýtt : upplifun og viðhorf sjúkraliða á Edenhjúkrunarheimili

Submitted
December 2011
Abstract
is

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna upplifun og viðhorf sjúkraliða á Edenhjúkrunar-heimili út frá starfsumhverfi og væntingum þeirra til starfsins. Fjallað er um Edenhugmyndafræðina, fyrirmyndarvinnustaðinn og vinnustaðamenninguna, í tengslum við líðan og upplifun þeirra í starfi. Þetta er eigindleg rannsókn frá sjónarhorni fyrirbærafræðinnar. Tekin eru hálfstöðluð viðtöl við átta sjúkraliða sem starfa á Edenhjúkrunarheimili. Fimm meginþemu komu fram sem eru: álag, samskipti, stuðning, breytt hlutverk og stolt. Þátttakendur voru tilnefndir eftir snjóboltaúrtaki og störfuðu allir á sama hjúkrunarheimilinu.
Í niðurstöðum þessarar rannsóknar eru viðmælendur almennt ánægðir í starfi, þeir er ánægðir með vinnuna, sitt nánasta vinnuumhverfi, stoltir af heimilinu og ánægðir með yfirmenn og æðstu stjórnendur. Það sem helst dregur úr starfsánægjunni er léleg mönnun, skortur á fagmenntun hjá starfsfólki, breytt gildi og breytt verklag vegna nýrrar hugmyndafræði sem starfað er eftir á hjúkrunarheimilinu.

Accepted
19/03/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
lokaritgerð_13_12´11.pdf861KBOpen Complete Text PDF View/Open