EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10981

Titles
  • is

    Smáríki og mótun þjóðaröryggisstefnu : hvaða möguleika hefur Ísland?

  • Small states and national security policymaking: what are Iceland’s possibilities?

Submitted
December 2011
Abstract
is

Áður en skrif verkefnisins hófst hafði höfundur nokkuð fyrirfram ákveðna mynd af því hvernig hagsmunum Íslands væri best borgið. Við dvöl í S-Kóreu haustið 2010 þar sem höfundur stundaði skiptinám sat hún námskeið þar sem kennarinn hafði mjög sterkar skoðanir á hvernig öryggismálum heimsins yrði að vera háttað. Þar sem höfundur kemur frá smáríki talsvert ólíku S-Kóreu gat
hún ekki sæst á þessa skoðun. Stuttu eftir heimkomu kom frétt að loksins, eftir 67 ára sjálfstæði ætti að hefja mótun íslenskrar þjóðaröryggisstefnu og fannst höfundi því tilvalið að skoða þetta í lokaverkefni sínu.
Í verkefninu er skoðað hvernig helstu kenningarskólar
alþjóðastjórnmála skilgreina þjóðaröryggi ásamt því að skoða leiðir smáríkja til að tryggja öryggi sinna borgara. Varnarmál Íslands frá fullveldi landsins til nútímans eru skoðuð og greind með tilliti til þess kenningagrunns sem verkefnið er byggt á.
Niðurstaða verkefnisins er sú að hagsmunum Íslands sé best borgið
með samvinnu við önnur ríki í gegnum alþjóðastofnanir þar sem íslensk stjórnvöld hafa skilgreint þá þætti sem ber að hafa í huga við myndun þjóðaröryggisstefnu fyrir landið en þeir taka tillit til hinna nýju ógna sem útvíkkun öryggishugtaksins hefur leitt í ljós. Ísland kýs að vera her- og vopnlaust og setja svokölluð „mjúk“ mál í forgang en stofnanir á borð við
Evrópusambandið hafa skilgreint sína stefnu á svipaðan máta og því er hagsmunum Íslands betur borgið í slíku samstarfi en í samstarfi við ríki sem kjósa að leggja áherslu á hernaðaraðgerðir eða svokölluð „hörð“ mál.

Accepted
28/03/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
thjodaroryggi_smar... .pdf739KBOpen Complete Text PDF View/Open