is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11012

Titill: 
  • "Hraðakstur án öryggisbeltis." Orðræðugreining á umfjöllun um íslensku útrásina og íslenskt efnahagslíf í dönskum fjölmiðlum árin 2004-2008.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er orðræðan í dönskum fjölmiðlum á árunum 2004-2008 skoðuð með það að augnamiði að greina hvaða efasemdir þeir höfðu um íslensku útrásina. Orðræðan er sett í samhengi við kenningu Baldurs Þórhallssonar um skynjaða og valda stærð. Rannsóknarspurningin er hvort að Ísland hafi reynt að velja sér nýja stærð og jafnframt hvort það hafi tekist. Danskir fjölmiðlar voru gagnrýndir á Íslandi fyrir að vera óbilgjarnir, ósanngjarnir og almennt séð neikvæðir í garð Íslendinga en umfjöllun þeirra um íslenskt efnahagslíf og útrásina vakti mikla reiði. Þannig var umfjöllun danskra fjölmiðla í miklu ósamræmi við þá orðræðu sem var ríkjandi á Íslandi en þar var lögð áhersla á yfirburði Íslendinga. Þeir væru í senn forn og einstök þjóð, einhvers konar víkingar nútímans gæddir eðlislægum eiginleikum sem veittu þeim einstaka hæfileika á sviði viðskipta.
    Ljóst er að skynjun Íslendinga á eigin getu eða hæfileikum var í engu samræmi við hugmyndir danskra fjölmiðla. Óheiðarleiki og ógagnsæi voru í aðalhlutverki í orðræðu danskra fjölmiðla. Hinn alvarlegi skortur á gagnsæi og rekjanleika sem einkenndi ekki einungis viðskiptahætti Íslendinga heldur einnig eignarhald fyrirtækja þeirra dró verulega úr trúverðugleika hins gífurlega árangurs sem útrásin var talin hafa skilað. Ekki væri hægt að sannreyna að velgengni útrásarvíkinganna byggðist á heiðarlegum viðskiptaháttum. Þetta hafði það í för með sér að danskir fjölmiðlar efuðust um varanleika útrásarinnar og hve stöndugt íslenskt efnahagslíf í raun væri. Þá má ekki gleyma að reynsluleysi ungu útrásarvíkinganna og hve ný hugmyndafræði þeirra, ef svo mætti kalla, var. Þannig hafi hvorki útrásarvíkingarnir né hugmyndafræði þeirra verið búin að sanna gildi sitt.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru að Ísland hafi reynt að velja sér nýja stærð sem endurspeglaði þá ímynd Íslendinga að þeir væru risar með eðlislæga hæfileika á sviði viðskipta en það hafi ekki tekist eins og kemur fram í efasemdum og vantrú danskra fjölmiðla á íslensku efnahagslífi og útrásinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The internationalization of the Icelandic economy was met with considerable scepticism by Danish analysts and Danish media. This thesis examines the discourse in the Danish media in the years 2004–2008 with the aim of analyzing this scepticism. The discourse is studied in terms of perceptual size and preference size, concepts borrowed from Baldur Þórhallsson’s 2006 framework. The goal is to find out whether Iceland attempted to adopt a new notion of size and whether it was successful at it. Reports in the Danish media on the internationalization of the Icelandic economy triggered anger in Iceland, and the Danish media were criticized for being cynical, unfair and negative towards Icelanders. The discourse in the Danish media was in great contrast to the discourse in Iceland where Icelandic superiority was at the centre stage and Icelanders were hailed as a nation of unique qualities, modern Vikings endowed with special business talents. The Icelander’s perception of their own capabilities was thus in no conformity with the assessment of the Danish media.
    In the Danish media, there were recurring accusations of dishonesty and lack of transparency in Icelandic business life. It was frequently pointed out that the success of the Icelandic business men was in fact unverifiable, and this diminished their credibility. Consequently, many questioned the durability and the resilience of the Icelandic economy and drew attention to the youth and inexperience of the Icelandic “venture Vikings” and their untested business models.
    It is concluded that Iceland did indeed attempt to adopt a new notion of size promoting the image of Icelanders as “giants” endowed with special business talents. This attempt was, however, unsuccessful as clearly evidenced by the scepticism in the Danish media.

Samþykkt: 
  • 12.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórdís Bernharðsdóttir_Lokaútgáfa.pdf997.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna