EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11030

Title
is

Sjónarspil hins yfirgengilega: Öfgun ofbeldis og sögulegar skírskotanir í þremur kvikmyndum

Submitted
January 2012
Abstract
is

Kvikmyndasagan markast af boðum og bönnum ýmis konar um hvað megi og megi ekki sjást á hvíta tjaldinu, þar sem ofbeldi og kynlíf eru og hafa verið í brennidepli. Mörkin hafa þó verið þanin jafnt og þétt og nú er svo komið við sögu að nær ekkert virðist óframsetjanlegt í kvikmyndum séu vilji, efnahagslegt bolmagn og áhugi fyrir hendi. Með þetta í huga eru þrjár kvikmyndir frá ólíkum þjóðlöndum, sem allar geta talist óvenju opinskáar hvað framsetningu á ofbeldi og kynferði varðar, skoðaðar í þessari ritgerð. Kvikmyndirnar sem um ræðir eru Salò o le 120 giornate di Sodoma (1975), Philosophy of a Knife (2008) og Srpski Film (2010). Þessum kvikmyndum er ekki einvörðungu ætlað að ganga fram af áhorfendum heldur búa þær allar yfir sögulegum og samfélagslegum skírskotunum sem hafa verður í huga þegar fjallað er um „forboðin“ viðfangsefni þeirra og ögrandi sýn á líkamann. Ef myndirnar eru lesnar með slíkum hætti kemur í ljós markviss gagnrýni á t.d. stríðsrekstur, getuleysi stjórnvalda og ofbeldisbeitingu yfir höfuð. Fræðileg umræða sem tekur ofbeldi og skyld hugtök fyrir varpar svo enn frekara ljósi á þessa undirliggjandi þætti sem hægt er að finna í kvikmyndunum þremur. Í ritgerðinni eru þær því greindar út frá þremur forsendum: sögulegum forsendum m.t.t. framleiðslulanda kvikmyndanna, hefðbundnum kvikmyndafræðilegum forsendum og fræðilegum forsendum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tvískiptingu Slavoj Žižeks á ofbeldi í persónulegt og hlutlægt ofbeldi.

Accepted
13/04/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Gunnar Egill_ritgerð.pdf371KBOpen Complete Text PDF View/Open