EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11044

Title
is

Beiting meðalhófsreglu við eignarnám

Submitted
April 2012
Abstract
is

Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvernig meðalhófsregla getur haft réttaráhrif við eignarnám í skilningi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Til að undirbyggja þá umfjöllun verður í 2. kafla ritgerðarinnar fyrst vikið almennum orðum að eignarnámi og stjórnarskrárbundnum skilyrðum þess. Því næst verður í 3. kafla gerð almenn grein fyrir meðalhófsreglunni og þeim þremur meginþáttum sem reglan hefur verið greind í. Að meginviðfangsefni ritgerðarinnar verður síðan vikið í 4. kafla. Þar verður meðal annars gerð grein fyrir því hvernig meðalhófsreglunni hefur verið beitt í dómum Hæstaréttar um eignarnám og leitast við að sýna fram á hvernig þrír meginþættir meðalhófsreglunnar geta hver og einn haft réttarverkun þegar kemur að eignarnámi og mati á nauðsyn þess. Sérstaklega verður spjótum beint að því hvernig sjónarmið um meðalhóf geta haft áhrif á skyldu til samningaumleitana áður en til eignarnáms er gripið. Í 5. kafla verður svo loks greint stuttlega frá því hvernig sjónarmið um meðalhóf hafa komið við sögu í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu í málum er varða friðhelgi eignarréttar og eignarnám.

Accepted
14/04/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
RITGERÐ.pdf218KBOpen Complete Text PDF View/Open