is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11052

Titill: 
  • Tafabætur innan verksamninga. Nánar um atvik sem veitt geta verktaka rétt til framlengingar verktíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tafabætur innan verksamninga eru ein tegund skaðabóta innan samninga. Grundvöllur tafabóta er ætíð samningsákvæði og er því um að ræða samningsbundið vanefndaúrræði. Um tafabætur er iðulega samið svo, að verktaki skuli greiða ákveðna fjárhæð fyrir hvern dag sem byrjar að líða eftir umsaminn skiladag. Fjárhæðin er miðuð við áætlað tjón verkkaupa af töfum og eru þar af leiðandi oft miklir hagsmunir undir í ágreiningi manna um tafabætur.
    Markmið þessarar umfjöllunar er fyrst og fremst að gefa greinargóða heildarmynd af þýðingu tafabóta innan verksamninga og þeim atvikum sem komið geta í veg fyrir beitingu þeirra.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að í 2. kafla er fjallað almennt um tafabætur. Gerð er m.a. grein fyrir hugtakinu og þeim afbrigðilegu skilyrðum sem um bæturnar gilda. Meginatriði ritgerðarinnar er umfjöllun um þau atvik sem veitt geta verktaka rétt til framlengingar verktíma, m.ö.o. réttlætt tafir sem verða á verki. Í 3. kafla verður gerð grein fyrir þeim ákvæðum ÍST 30 sem máli skipta í þessu sambandi en í framkvæmd er algengt að aðilar taki staðalinn, í heild eða að hluta, upp í verksamning. Í 4. kafla verða þau atvik, sem réttlætt geta tafir, greind niður og gerð nánari grein fyrir inntaki þeirra. Þá verða reifaðir dómar til skýringar eftir því sem við á.
    Vegna meginreglu íslensks réttar um samningsfrelsi verður þó að gera þann fyrirvara við umfjöllun af þessu tagi, að aðilar geta samið sérstaklega sín á milli um afbrigðilega beitingu eða sérstök skilyrði tafabóta.

Samþykkt: 
  • 16.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingvar Ásmundsson.pdf274.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna