is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11064

Titill: 
  • Gæði hjólaleiða: Greiðfærni, öryggi og umhverfi
Efnisorð: 
Útgáfa: 
  • Mars 2012
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur hlutur hjólreiða í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu farið vaxandi. Í stað einhliða áherslu á einkabílinn og uppbyggingu samgöngumannvirkja sem honum tengjast hafa fjölbreyttari ferðamátar verið í vaxandi mæli teknir með í stefnumótun. Hjólreiðar eru þar á meðal.
    Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsóknar á gæðum hjólaleiða á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór 2011–2012. Tilgangur verkefnisins var að þróa aðferð til að leggja mat á gæði hjólaleiða, sem nýst getur við skipulagsvinnu, stuðlað að hjólavænna umhverfi og því aukið fjölbreytni ferðamáta. Matið byggir að verulegu leyti á almennum viðhorfum notendanna sjálfra til æskilegra eiginleika hjólaleiða, og teflir þeim saman við kerfisbundna skráningu á sértækum aðstæðum á hverri leið sem metin er.
    Spurningalistakönnun var lögð fyrir hjólreiðafólk til að fá fram sjónarmið þeirra varðandi hönnun leiðanna og almennar aðstæður. Samtals fengust 300 svör, frá 161 karli og 139 konum. Um 15% þátttakenda voru óreglulegir notendur, sem hjóla sjaldnar en 1 einu sinni í viku. Um 45% (134) voru reglulegir sumarnotendur, sem hjóla 1–7 daga í viku yfir sumartímann en nýta hjólið ekki með reglubundnum hætti yfir vetrarmánuðina. Loks voru 40% þátttakenda (122) reglulegir heilsársnotendur, sem hjóla 1–7 daga í viku allt árið. Í ljós kom að talsverður munur er bæði eftir kyni og notendahópum á því hvernig almennar aðstæður eru metnar, en almennt kom fram að aðstæður þykja því betri sem aðgreining hjólreiðafólks frá annarri umferð er meiri.
    Í framhaldi var útbúið sérstakt eyðublað eða skráningarform til að meta á einfaldan hátt hinar sértæku aðstæður á hverjum 10 m leiðarbút. Auk þess að skrá almennar aðstæður voru skilgreind átta viðföng sem lýsa sértækum aðstæðum. Viðmið voru sett fram um þrjú gæðastig fyrir hvert viðfang. Tilraunir voru gerðar með skráningarformið á nokkrum hjólaleiðum í miðborg Reykjavíkur. Viðkomandi leið var farin á hjóli og merkt við hvenær sem aðstæður breyttust, miðað við viðföng skráningarformsins.
    Að vettvangsvinnu lokinni var gert reiknilíkan sem reiknar út einkunn fyrir hvern leiðarbút. Lagðar eru til grundvallar niðurstöður spurningakönnunarinnar hvað varðar almennar aðstæður, en hin skilgreindu gæðaviðmið hvað varðar hinar sértæku aðstæður. Matið skilar einkunninni A (best), B eða C (lakast). Að lokum voru niðurstöðurnar settar fram á korti.
    Með verkefninu er komin einföld aðferð til að meta greiðfærni, öryggi og umhverfi hjólaleiða, sem getur nýst við upplýsingagjöf til hjólreiðafólks, sem og við leiðaval, skipulag og hönnun.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar
ISBN: 
  • 978-9979-9976-3-4
Samþykkt: 
  • 17.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gæði hjólaleiða.pdf6.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna