is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11070

Titill: 
  • Hlutverk DNA methýleringar í bandvefsumbreytingu brjóstþekju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bandvefsumbreyting (EMT, epithelial-mesenchymal transition) er þekkt ferli þar sem þekjufrumur öðlast bandvefsfrumueiginleika. EMT á sér stað í fósturþroskun og einnig hefur það verið tengt við framþróun krabbameina. miRNA eru talin gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun á umritunarþáttum sem stýra EMT. Minnkuð tjáning miRNA200 fjölskyldunnar, og miR205, miR203 og E-cadherin genanna hefur verið tengd við EMT og er þessi bæling talin eiga þátt í EMT ferlinu. Nýlega hefur því verið lýst að æðaþel geti örvað þekjufrumur til að undirgangast EMT og reyndist þessi umbreyting vera óafturkræf. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort methýlering á CpG eyjum miRNA genasvæðanna valdi því að æðaþelsörvað EMT gangi ekki til baka. Brjóstaþekjustofnfrumulínurnar D492, D492M, D492M1, D492M2 og D492E1 voru meðhöndlaðar með bísúlfíði og stjórnsvæði EMT stjórngena mögnuð upp með PCR og raðgreind til að kanna hvort methýlering væri til staðar. Það sást munur á methýleringarmynstri, sérstaklega í genunum miR200c og miR205 sem bendir til þess að methýlering hafi hlutverki að gegna í EMT.

Samþykkt: 
  • 20.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk DNA methýleringar í bandvefsumbreytingu brjóstþekju.pdf3.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna