EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11074

Title
is

Áhrif hvata á störf lækna, og ferliverkasamningar

Submitted
June 2012
Abstract
is

Í þessari ritgerð eru áhrif mismunandi greiðslufyrirkomulags á störf lækna skoðuð. Ferliverkasamningar sem voru tímabundið við lýði á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi eru teknir til skoðunar, saga þeirra er rakin og varpað ljósi á hvaða áhrif afnám þeirra hefur haft á samfélagið. Mæld er hlutfallsleg áhætta á að sjúklingum væri vísað í speglun eftir að ferliverkasamningar féllu úr gildi, samanborið við þegar þeir voru í gildi. Niðurstöður sýna að hlutfallsleg áhætta á að sjúklingum væri vísað í speglun á höfuðborgarsvæðinu jókst en líkurnar voru 3,57% meiri á speglun eftir að ferliverkasamningum lauk. Breytingin átti sér hugsanlega stað vegna þess að læknar fluttu starfsemi sína á einkastofur. Á einkastofum voru 185% meiri líkur á að sjúklingar færu í speglun eftir að ferliverkasamningum lauk, en á Landspítalanum minnkuðu líkurnar á speglun um 38,2%. Í viðmiðunarhópnum á Sjúkrahúsinu á Akureyri, varð engin breyting á greiðslufyrirkomulagi til lækna en samt jókst hlutfallsleg áhætta á að fara í speglun þar um 2,92%. Þrátt fyrir að þær niðurstöður séu ómarktækar, er samt sem áður möguleiki á því að eitthvað annað en afnám ferliverkasamninga hafi orsakað heildarbreytinguna sem átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu, þó svo að sú tilfærsla sem varð á speglunum á milli Landspítala og einkastofa verði tæpast skýrð með leitni í gögnum af öðrum orsökum.

Accepted
23/04/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Una Jonsdottir BS ... .pdf1.44MBOpen Complete Text PDF View/Open