is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11088

Titill: 
  • Látrar í Aðalvík. Lifnaðarhættir ábúenda frá 1900-1940
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða teknir fyrir lifnaðarhættir á Látrum í Aðalvík hjá síðustu ábúendum í þeim tilgangi að vekja til umhugsunar og varpa ljósi á hugsanlegar ástæður brotthvarfs ábúenda upp úr miðri 20. öld.
    Í fyrstu verður farið yfir sögulega mannfræði almennt og farið yfir ákveðin hugtök sem eru ríkjandi þar og gefin heilsteypt mynd af því hvað söguleg mannfræði er.
    Síðan verða teknar fyrir frásagnir Guðmundar Rósa Bjarnasonar (fæddur í Aðalvík 1902). Þær eru aðgengilegar í rituðu máli ásamt upptökum af frásögnum hans af hinum ýmsum atburðum sem áttu sér stað á þessu svæði. Einnig er stuðst við fleiri heimildir sem byggja á frásögnum frá þessum stað til að setja smá ramma utan um frásögn Guðmundar. Farið verður yfir lifnaðarhætti í víðum skilningi meðal annars skipakost, sjómennskuna, fiskinn, fatnaðinn og nýtingu rekaviðar sem þarna er að finna. Guðmundur fer yfir alla þessa þætti og miðlar upplýsingum um hvernig einstakir atburðir höfðu áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að söguleg mannfræði sé sá rammi sem beri að halda utan um svona rannsóknarvinnu til þess að gera skil á efninu eins og best verður á kosið. Með þessu móti kemst mikið af frumrannsókninni til skila.

Samþykkt: 
  • 25.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johannes_Jakobsson_Látrar_í_Aðalvík.pdf531.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna