EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11097

Title
is

Að fæðast með minni rétt. Erfðastéttakerfið á Indlandi og skuldbindingar Indlands samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum

Submitted
June 2012
Abstract
is

Meginmarkmið þessarar ritgerðar snýr að því að kanna hvort staða lægri stétta og Dalíta á Indlandi hafi breyst með auknum hnattrænum mannréttindaviðmiðum og hvort Indland sé að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt þeim alþjóðlegu mannréttindasamningum sem ríkið er aðili að. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um þann kenningaramma sem lýtur að málefninu en um er að ræða félagslega mótunarhyggju, hnattvæðingu og þróun hnattrænna mannréttindaviðmiða. Hin félagslega formgerð Indlands er einstök og byggist á erfðastéttakerfi sem felur í sér mismunun einstaklinga á grundvelli þess í hvaða stétt þeir fæðast. Ríkið hefur sett ýmis lög sem hafa miðað að því að útrýma þessari mismunun en það eitt og sér hefur þó ekki dugað til. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að staða lægri stétta og Dalíta hefur lítið sem ekkert breyst þrátt fyrir ákveðin lagaleg úrræði sem sett hafa verið þeim til handa ásamt aðild ríkisins að fjölda alþjóðlegra mannréttindasáttmála, en skilgreint hefur verið að sú mismunun sem leiðir af erfðastéttakerfinu sé brot á mannréttindum. Indverska ríkið hefur ekki einblínt af fullum þunga á upprætingu erfðastéttakerfisins en kjarni vandamálsins liggur í kerfinu sjálfu og er ekki hægt að sjá að ríkið hafi einsett sér sérstaklega að útrýma því. Ljóst þykir því að Indlandi hefur ekki tekist að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem ríkið er aðili að.

Accepted
26/04/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Ritgerð.pdf460KBOpen Complete Text PDF View/Open