is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11114

Titill: 
  • Þróun og innleiðing á stefnumiðuðu árangursmati í Fellaskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa rannsóknarverkefnis er annars vegar að þróa og innleiða stefnumiðað árangursmat sem stjórntæki í Fellaskóla og hins vegar að varpa ljósi á það hvort stefnumiðað árangursmat sé hentugt stjórntæki í starfsemi grunnskóla.
    Framkvæmd rannsóknarverkefnis fór fram á tímabilinu ágúst 2008 til janúar 2010 og fól í sér að vinna stefnukort í samvinnu við starfsfólk Fellaskóla sem endurspeglar stefnu Fellaskóla og skólastefnu fræðsluyfirvalda. Það fól einnig í sér að hanna viðeigandi mælikvarða fyrir hvert markmið, setja upp skorkort fyrir skólann og útbúa áætlun sem miðar að því að innleiða aðferðir stefnumiðaðs árangursmats í daglegri starfsemi skólans. Að auki voru tekin fimm viðtöl við viðmælendur sem tengjast menntakerfinu og þekkja til aðferðafræði stefnumiðaðs árangursmats.
    Helstu niðurstöður rannsóknarverkefnis benda til þess að margt mæli með því að stefnumiðað árangursmat henti sem tæki til árangursstjórnunar í grunnskólum. Stefnumiðað árangursmat getur verið hentug aðferðafræði til að viðhalda stöðugu sjálfsmati skóla en ný lög um grunnskóla frá árinu 2008 kveða á um aukna mats- og eftirlitsskyldu skóla, sveitarfélaga og ráðuneytis. Stefnumiðað árangursmat getur verið öflugt verkfæri fyrir skólastjórnendur til að fylgjast með því hvort mikilvægustu markmiðum skólans sé náð og reglulegar árangursmælingar gefa vísbendingar um hverju þarf að breyta í starfseminni og hvaða verkefni þarf að ráðast í.
    Vandinn við upptöku stefnumiðaðs árangursmats felst einkum í því að aðferðafræðin er flókin og krefst sérþekkingar sem sjaldnast er að finna í skólum landsins. Stefnumiðað árangursmat er á ábyrgð stjórnenda skólanna sem þurfa að búa yfir þeirri þekkingu sem þarf til að þróa og innleiða aðferðafræðina í skólann og viðhalda henni í tímans rás. Tímafrekt er að þróa og innleiða aðferðina og stjórnendur þurfa að vera tilbúnir til að skuldbinda sig til verksins. Flest mistök sem verða við innleiðingu á stefnumiðuðu árangursmati koma fram í lélegri framkvæmd. Þau atriði sem eru líkleg til að stuðla að árangursríkri innleiðingu í íslenska grunnskóla felast í vandaðri og vel útfærðri framkvæmd. Stefnumiðað árangursmat er ekki unnið í eitt skipti fyrir öll heldur þarfnast það stöðugrar endurskoðunar. Ef vel tekst til verður innleiðing á stefnumiðuðu árangursmati að lærdómsferli innan grunnskóla sem hefur það að markmiði að hámarka árangur starfseminnar.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álfheiður-MSverkefni2012.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna