is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11120

Titill: 
  • Endurheimtum landið! Teboðshreyfingin og orðræða frambjóðenda Repúblikanaflokksins
  • Titill er á ensku We want our country back! The Tea Party and Republican Candidates' Discourse
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ársbyrjun 2009, í kjölfar mikils umróts í bandarískum stjórnmálum, spratt fram ný hreyfing á hængri væng stjórnmálanna; hin svokallaða Teboðshreyfing. Hefur hún beitt sér af hörku gegn auknum umsvifum alríkisins og fyrir ýmsum íhaldssömum gildum. Hreyfingin hefur ekki viljað stofna sérstakan stjórnmálaflokk og kljúfa þar með fylgi hægrimanna í Bandaríkjunum í tvennt, heldur kosið að starfa sem einskonar þrýstihópur innan Repúblikanaflokksins. Markmið þessarar ritgerðar er að athuga hvort að greina megi orðræðu í anda Teboðshreyfingarinnar í orðræðu á meðal frambjóðenda Repúblikanaflokksins og ef svo er, að hvaða leyti. Gerð verður grein fyrir þeim pólitíska jarðvegi sem hreyfingin spratt upp úr og hún í framhaldinu skilgreind og staðsett innan bandarískra stjórnmála. Einblínt er á að skoða orðræðu tengda félagslegum álitamálum eins og fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra sem og orðræðu tengdri hinu umdeilda heilbrigðisfrumvarpi Barack Obama. Ummæli áberandi talsmanna Teboðshreyfingarinnar um þessi mál, þeirra Söruh Palin, Michele Bachmann og Ron Paul eru skoðuð og borin saman við ummæli forsetaframbjóðandans Mitt Romney. Komist er að þeirri niðurstöðu að greina megi orðræðu í anda Teboðshreyfingarinnar á meðal frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Þó svo að slík orðræða sé ekkert nýnæmi á meðal repúblikana virðist tilkoma hreyfingarinnar hafa magnað mikilvægi þessara mála í aðdraganda kosninganna og kynt undir aukinni íhaldssemi innan flokksins.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinGestsdottir.pdf527.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna