EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11166

Title
is

Stærðfræðikennsla í framhaldsskólum: nemendur með námshamlanir

Submitted
May 2011
Abstract
is

Stærðfræði hefur reynst mörgum hindrun eftir að skólaskyldu grunnskólastigsins lýkur. Nemendur þurfa að uppfylla lágmarks námskröfur til að geta lokið áfanga og haldið áfram með næsta. Takist þeim það ekki sitja þeir eftir, eiga litla von um útskrift og nánast enga von um áframhaldandi nám á háskólastigi. Með góðri samvinnu kennara og nemenda er baráttan þó ekki vonlaus. Kennarar eru í miklu ábyrgðarhlutverki og margt sem þeir verða að hafa í huga ef þeir ætla að vinna vinnuna sína vel. Í fyrsta lagi verða þeir að vinna eftir þeim vinnureglum sem Menntamálaráðuneytið og skólayfirvöld hafa sett þeim. Í öðru lagi þá þurfa þeir að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda í kennslustofunni og haga kennslu og kennsluháttum eftir því. Í þriðja lagi þá verða þeir að ígrunda og meta störf sín, hvað þeir geti gert betur, hvað sé að virka og svo framvegis. Hér er farið í nokkur þau atriði sem kennarar verða að hafa í huga til að tryggja gott gengi nemenda sinna. Þrátt fyrir að ýmis stuðningsúrræði séu í boði innan framhaldsskólanna fyrir nemendur sem gengur illa í námi virðist það ekki koma í veg fyrir að þeir gefist upp og hætti í skóla. Niðurstöður virðast benda til þess að það sé að miklu leiti undir kennurum komið hvort að þessir nemendur nái árangri í námi. Kennarar sem eru óhræddir við að prófa sig áfram og eru í góðu sambandi við nemendur virðast ná að virkja í þeim metnað sem verður til þess að nemendur sjái tilgang í að leggja sig fram við námið. Ýmislegt er í boði til að styðja enn frekar við velgengni nemenda með tilkomu veraldarvefsins og tölva. Tími er kominn til að brjóta upp hið hefðbundna kennsluform þar sem það virðist henta illa fyrir nemendur með námshamlanir og einbeita sér að fjölbreytilegum kennsluaðferðum, samkennslu kennara og skapa notalegt andrúmsloft í kennslustofunni.

Comments

Verkefnið er lokað

Accepted
30/04/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Efnisyfirlit.pdf50.4KBOpen Table of Contents PDF View/Open
Heimildaskrá.pdf100KBOpen Bibliography PDF View/Open
Lokaritgerd.pdf425KBLocked Complete Text PDF