EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11222

Title
is

Endurgjöf og hvatning starfsmanna

Submitted
June 2012
Abstract
is

Þessi ritgerð er 12 eininga BS-verkefnið mitt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Efni ritgerðarinnar er hvatning og endurgjöf starfsmanna, helstu hvatakenningar og mikilvægi frammistöðustjórnunar á vinnustöðum. Til að stjórnendur fái starfsmenn sína til að leggja sig meira fram í starfi og þeir skili hámarksframmistöðu, þá hefur verið sýnt fram á að hvatning og frammistöðumælingar séu mikilvægir þættir í stjórnun, sem skilar sér að lokum í bættum árangri skipulagsheildarinnar. Hins vegar er hvatning flókið svið og ein aðferð virkar ekki á alla einstaklinga, því mismunandi er hvaða þættir hvetur fólk í starfi. Það er því stjórnenda að greina hvað hvetur hvern og einn starfsmann og því fylgt eftir með reglulegri og uppbyggjandi endurgjöf til að stuðla að hámarks frammistöðu. Hrós og viðurkenning á góðu starfi getur verið mikil hvatning fyrir starfsmenn og leiðir til þess að þeir endurtaki slíka hegðun. Því skiptir miklu máli að samskipti yfirmanna og undirmanna séu góð og perónuleg.
Rannsóknarspurningin er: „Er munur á hvatningu og endurgjöf á fjármálasviði hjá fyrirtækjum?“
Ritgerðin skiptist í tvo hluta, annars vegar fræðilega umfjöllun og hins vegar rannsóknarhluta. Í fræðilega hlutanum er fjallað almennt um hvatningu og upphaf hennar, farið yfir helstu hvatakenningarnar, frammistöðustjórnun og mikilvægi hennar. Lítillega er komið inná siðferði í íslensku atvinnulífi eftir hrun og hvernig stjórnendum í íslenskum fyrirtækjum finnst staðan vera.
Í seinni hlutanum er fjallað um framkvæmd á eigindlegri rannsókn sem var gerð, en hún fólst í að taka viðtöl við þrjá stjórnendur á fjármálasviðum í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 300 manns. Frammistöðustjórnun hefur lítið verið rannsökuð á fjármálasviðum. Að lokum eru niðurstöður viðtalanna kynntar ásamt fræðilegu samhengi.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að munur er á hvatningu og endurgjöf á milli þátttakendanna. Eitt af fyrirtækjunum er að endurskoða sína mælikvarða og því ekki samanburðarhæft eins og staðan er í dag. Hjá hinum tveimur fyrirtækjunum er mismikil áhersla á að veita starfsmönnum endurgjöf, en að einhverju leiti fer fram frammistöðumat á verkefnum starfsmanna. Starfsmönnum er hrósað fyrir vel unninn störf en allir þátttakendurnir þrír voru sammála um að alltaf megi gera meira af því. Annars konar umbun er engin hjá einu fyrirtækinu. Hjá hinum tveim er umbun í einföldu formi og felst aðallega í félagslegum þáttum, þ.e. deildirnar gera sér glaðan dag saman, fara út að borða og þess háttar.

Accepted
02/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Sigurborg Jónsdóttir.pdf350KBOpen Complete Text PDF View/Open