EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11271

Title
is

Um rekstrarkostnaðarhugtakið og frádrátt fyrirtækja frá tekjum samkvæmt skattalögum

Submitted
June 2012
Abstract
is

Af atvinnurekstrartekjum er greiddur nettó tekjuskattur. Það þýðir að atvinnurekandi getur dregið frá brúttó tekjum sínum brúttó gjöld eða þau heildargjöld sem hafa gengið til að afla teknanna á árinu. Samkvæmt B-lið 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 (TSL) eru allar tekjur fyrirtækis skattskyldar en gjöld má aðeins draga frá tekjum samkvæmt sérstökum lagaheimildum. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 31. gr. TSL má draga rekstrarkostnað frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af sjálfstæðri starfsemi eða atvinnurekstri.
Rekstrarkostnaður er skilgreindur sem þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við. Það þarf því að skoða gjöld með tilliti til þess hvort að þau gangi til að afla tekna eður ei. Alla jafna veldur ákvörðun rekstrarkostnaðar ekki erfiðleikum í framkvæmd en þó koma upp tilvik þar sem deilt er um hvort kostnaður sé rekstrarkostnaður eða einkakostnaður atvinnurekanda og stundum líka hvort kostnaður sé rekstrarkostnaður eða eignakostnaður.
Ágreiningur um mörk rekstrarkostnaðar og einkakostnaðar eru algengustu ágreiningsmálin í skattframkvæmd. Einkaútgjöld hafa yfirleitt ekki þau nauðsynlegu tengsl sem þurfa að vera á milli tekna og gjalda, þess vegna geta þau ekki talist til rekstrarkostnaðar. Þegar frádrætti einkaútgjalda í skatta- og dómaframkvæmd er hafnað er það oftast vegna þess að gjöldin tengjast ekki tekjunum beinu sambandi eða að tengsl eru ófullnægjandi á milli þeirra.
Gjöld sem tengjast öflun eigna fyrirtækisins kallast gjarnan eignakostnaður. Þegar kemur að mörkum rekstrarkostnaðar og eignakostnaðar þá eru álitamálin ólík eftir því á hvaða stigi reksturinn er, þ.e. starfsemi sem er að byrja, starfsemi sem er í gangi og lok starfsemi.
Aðalatriði þegar verið er að meta hvort kostnaður sé rekstrarkostnaður en ekki eignakostnaður eða einkakostnaður verður að teljast hver tilgangurinn með gjöldunum sé. Tengist hann ekki öflun teknanna þá getur hann ekki talist frádráttarbær sem rekstrarkostnaður nema sérstök heimild til frádráttar sé fyrir hendi.

Accepted
03/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Kristin R Helgadot... .pdf466KBLocked until  02/05/2050 Complete Text PDF