is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11290

Titill: 
  • Mannauðsstjórnun hjá ríkinu. Viðhorf stjórnenda heilsugæslustöðva höfuðborgarsvæðisins
    til mannauðsmála stofnunarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um mannauðsmál og er mannauðsstjórnun hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum hér á landi sérstaklega skoðuð.
    Margar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hérlendis sem hafa beinst að mannauðsmálum opinberra stofnana og fyrirtækja og sýna þær að í þessum málum standa opinberar stofnanir fyrirtækjum á markaðnum nokkuð að baki þó svo að bilið sé alltaf að minnka. Til að opinberar stofnanir geti keppt við hinn almenna markað um hæfasta starfsfólkið verða þær að sinna mannauðsmálum sínum markvisst og skynsamlega. Fræðilegi hluti ritgerðarinnar fjallar um þessi mál.
    Í rannsóknarhlutanum er fjallað um megindlega spurningakönnun sem höfundur framkvæmdi meðal stjórnenda heilsugæslustöðva Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Kannað var hversu vel þessir stjórnendur væru upplýstir um mannauðsmál stofnunarinnar og hvort þeir noti aðferðir mannauðsstjórnunar og veiti starfsmannasamtöl reglulega á starfsstöðvum sínum.
    Niðurstaðan við fyrri rannsóknarspurningunni sýndi að aðeins fleiri stjórnendur töldu sig vera betur upplýsta um mannauðsmál stofnunarinnar en þeir sem töldu sig það ekki. Nokkrir svöruðu að þeir væru hlutlausir og ályktaði höfundur að þeir væru ekki vissir með afstöðu sína í þessum málum.
    Niðurstaðan við seinni rannsóknarspurningunni sýndi að aðeins þrír stjórnendur af þeim 25 sem tóku þátt í könnuninni, framkvæma reglulega starfsmannasamtöl á sinni starfsstöð. Flestir voru jákvæðir gagnvart því að eiga þessi samtöl við starfsmenn sína einu sinni á ári en þeir sem ekki voru jafn jákvæðir töldu ástæðuna vera tímaskort og lítinn áhuga hjá starfsmönnum sínum.
    Höfundur ályktar að fjarlægð stjórnenda við starfsmannasvið stofnunarinnar hafi eitthvað að segja með niðurstöður þessarar rannsóknar en um það verður fjallað í umræðukafla ritgerðarinnar í lokin.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Alda_Lokaverkefni_Mannauðsstjórnun_.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna