EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11303

Title
is

Tengsl söluráða og vörumerkjavirðis þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði

Submitted
May 2012
Abstract
is

Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um tengsl söluráða og vitundar og ímyndar og tengsl vitundar og ímyndar og vörumerkjavirðis. Aðeins ein rannsókn fannst um tengsl valinna söluráða og vitundar og ímyndar þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði. Rannsóknin hér er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl valinna söluráða og vitundar og ímyndar þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði. Tilgangurinn var einnig að kanna tengsl vitundar og ímyndar og tengsl vitundar og ímyndar og vörumerkjavirðis. Þeir söluráðar sem um ræðir eru verð, auglýsingar, verðtilboð, fólk, ferlar og umgjörð. Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar með hentugleikaúrtaki. Fylgniútreikningar og aðhvarfsgreining var gerð til að kanna tengsl valinna söluráða og vitundar og ímyndar þjónustufyrirtækja, tengsl vitundar og ímyndar og tengsl vitundar og ímyndar og vörumerkjavirðis.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að söluráðar markaðsfærslu þjónustu, fólk, ferlar og umgjörð, hafa sterkustu tengslin við vörumerkjavirði. Jákvæð tengsl eru á milli verðtilboða og vörumerkjavirðis en neikvæð tengsl á milli verðs og vörumerkjavirðis. Ekki reyndust vera tengsl á milli auglýsinga og vörumerkjavirðis.
Eins og niðurstöður fyrri rannsókna benda niðurstöðurnar á mikilvægi stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar. Niðurstöðurnar leiða í ljós að markaðsstjórar þjónustufyrirtækja ættu að einbeita sér að söluráðunum; fólk, ferli og umgjörð. Þjónustufyrirtæki ættu að einbeita sér því að auka vitund og ekki síður bæta ímynd. Með því eykst vörumerkjavirðið.

Accepted
03/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Tengsl söluráða og... .pdf1.36MBLocked until  20/05/2022 Complete Text PDF